Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 99
Hlín
97
°g vann úr eftir því sem best hentaði hverju sinni. —
Efnið var flokkað, ekkert mátti fara til spillis af verð-
mætum, sem til fjellust á heimilunum. — Þá var það ríkt
í huga fólksins, að iðjusemi og nýtni í hverju sem var,
væri dygð. — Og eflaust hafa þær systur tvær átt drjúgan
þátt í að bjarga þjóðinni í þrengingunum fyr á öldum. —
Væri vel ef þær fylgdu okkur á ókomnum tímum.
Við lítum svo á, að heimilisiðnaðurinn eigi sjer aðra
og víðtækari þýðingu en þá að framleiða söluvarning. —
Hann sje hugðarefni eða viðfangsefni, sem veiti menn-
ingarlegt gildi þeim, sem hann stunda. — í vjelamenn-
ingu nútímans hefur heimilisiðnaðurinn sjerstöðu. —
Hann rnyndar samband milli bæja og bygða, sem liafa
haldið við fornri hefð í atvinnuháttum.
Heimilisiðnaðurinn gefur tekjur þeim er hann stunda,
auk þess er hann kærkomin dægradvöl. — Hann eykur
tilbreytni daglegra starfa og kennir fólki að njóta hæfi-
leika sinna á sinn persónulega hátt. — í þessu er gildi
heimagerðu hlutanna fólgið. — Hver hiutur mótast af
skapandi hug framleiðandans, hvert sem efnið er, sem
hugur og liönd glíma við. — Það getur verið fjöl, þráður
eða bein, jafnvel aðeins skreyting fánýtrar pjötlu.
Um alla vinnu gildir það sama, hvaða efni og hvaða
áliöld, sem notuð eru: Vinnan þarf að vera vönduð,
falleg í aflri gerð sinni. — Listrænn árangur næst ekki
nema framleiðandinn leggi alla sál sína í verkið, ef svo
mætti að orði komast.
Nú á dögum er um fleiri atvinnuvegi að ræða en áður
var og næg atvinna handa flestum. — Þó eru altaf, bæði í
bæjum og út um sveitir, margir sem hafa ekki fulla starfs-
orku. — Fyrir þá er tómstundavinna nokkur hjálp. —
Hver og einn getur notað sbarfsþrek sitt eftir vild. — Aðr-
ir eru jseir, sem ekki geta yfirgefið heimili sitt, en hafa
þó afgangs tíma frá önn dagsins. — Við þetta fólk vill ,,ís-
ienskur heimiiisiðnaður" hafa samband, og getur það
orðið til hagræðis fyrir báða aðila.
7