Hlín - 01.01.1956, Page 90
Heilbr igðismál
Heimilishjálp.
Erindi flutt á fundi S. N. K. á Blönduósi 1. júni 1956
af Helgu Níelsdóttur, Ijósmóður, forstöðukonu Heimilis-
hjálpárinnar í Reykjavík.*)
Góðu áheyrendur.
Þið fáið því miður, hvorki að heyra hjer mikla mælsku
nje mikla andagift, en jeg lít svo á, að við sjeurn allar, eða
öll, sem ávextir á einu trje, eða á sörnu grein, þess vegna
hljótum við að finna til, ef eitt blað er í skugga og fölnar,
eða fellur jafnvel dautt til jarðar.
Heimilishjálpin er stofnuð til að líkna og hjálpa í orðs-
ins fyllstu merkingu, og ætla jeg að skýra hjer frá til-
högun hennar hjá okkur í Reykjavík.
Bærinn hefur sex fastráðnar stúlkur, sem hann greiðir
mánaðarkaup sem lijer segir:
Fyrsta starfsár kr. 1050 í grunnlaun, eða kr. 2346,00 með uppbót
annað starfsár kr. 1100 í grunnlaun, eða kr. 2457,72 nieð uppbót
þriðja starfsár kr. 1200 í grunnlaun, eða kr. 2685,15 með uppbót
hámarkslaun kr. 2859,00 nieð uppbót
*) Heimilishjálpin var aðalumræðuefnið á fundi S. N. K. á
Blönduósi í júní 1956, og niikill áhugi fyrir frjettaflutningi og ti 1-
lögum frú Helgu, enda er framkvæmd þessa máls mjög aðkallandi,
bæði í bæjum og sveitum.
Þessi tillaga var samþykt á fundinum:
Fundur S. N. K. haldinn á Blönduósi 1.—3. júní 1956 leggur til,
að öll fjelög innan Sambandsins beiti sjer fyrir að fengnar verði
hjálparstúlkur til heimilisstarfa á fjelagssvæðinu, og farið á leit við
bæjar- og sveitarstjórnir, að þær leggi fram fje til starfsins samkvæmt
lögum nr. 10 frá 1952, og ráði til framkvæmda þartil hæfar konur
í samráði við hlutaðeigandi kvenljelag.