Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 128
126
Hlín
unni, og að jeg komi fljótt og farsællega heim til ykkar
aftur.“ — Þetta gerðum við, og lögðum alt okkar barns-
lega traust í bænina. — Þessi bæn var borin fram af ást til
móðurinnar, og hefur því vafalaust verið Guði þóknan-
leg, enda datt okkur ekki í hug, að við fengjum ekki bæn-
heyrslu. — Mamma kom altaf heim heil og glöð, því vel
hafði gengið, þó stundum misjafnlega erfiðlega. — Hún
hafði trú á barnabæninni, við höfðum það ]íka, og höf-
um alla æfi haft, en lífið þrosk'ar mann til þess að skilja
það, að Guðs vilji er altaf bestur.
Að síðustu, mæður, kennið börnum ykkar að biðja og
trúa á bænina. — vÞað er besta veganestið, sem þið getið
gefið þeim, veganesti, sem þeim endist alt lífið í gegn, og
sem er máttugasta náðarmeðalið til þess að færa þau nær
Guði og þroska í líl'i þeirra kærleika til Guðs og manna.
Oddný S. Wium, Fagradal í Vopnafirði.
„Hve glöð er vor æska“.
Vjer lifum í heimi, sem ljómar heitur af dýrð Drott-
ins, er fullur af gjöfum eins og iitrjettar hendur, svo vjer
höfum varla við að taka á móti. —
Snertir þetta íslensku þjóðina ekki hvað síst, og á jeg
þar sjerstaklega við allar blessuðu framfarirnar, sem þjóð-
inni hafa ldotnast, og auðnast að korna í framkvæmd
nú á síðustu tímum.
En það er sagt, að af þeim sent mikið er gefið, verði
mikið lieimtað. Og að vandi fylgi vegsemd hverri. — En
það er líka Guðs gjöf, að kröfur sjeu gerðar til okkar.
Eins og að líkum lætur er nú margt ritað og rætt um
vandamál æskunnar og öryggisleysi það, sem börn og
unglingar eiga nú við að búa, og sem vitanlega steðja
mest að þar sem fjölmenni er mikið,