Hlín - 01.01.1956, Page 30
28
Hlín
stundaði nám í Kvennaskólanum á Ytri-Ey í Húnavatns-
sýslu, og varð það henni gott veganesti ut í lífið, því nám
sitt mun hún hafa stundað af mikilli kostgæfni, og fjekk
mikið hrós fyrir handavinnu sína. — Hannyrðir hennar
þóttu sjerlega vel gerðar, og mun nokkuð af þeim varð-
veitt enn í eigu dætra hennar.
Árið 1901 giftist Sveinbjörg Jóni Stefánssyni skarp-
greindum, mikilhæfum manni. — Fóru þau að búa ári
síðar á Hreiðarsstöðum í Fellum og bjuggu þar allan sinn
búskap. Þau eignuðust tvær dætur: Elísábetu og Önnu,
sem báðar eru giftar og búsettar í Fellum. — Árið 1922
misti Sveinbjörg mann sinn, en bjó áfram með dætrum
sínum í mörg ár eftir það.
Sveinbjörg var fríð kona og sviphrein, glaðvær og gam-
ansöm, hafði yndi af söng og ljóðagerð, var stálminnug
og kunni mikið af ljóðum eftir öll eldri skáldin. — Hún
var fróðleiksgjörn og þótti mjög gaman að ræða við
menn um ýms þjóðleg fræði. — Sveinbjörg var sjerstak-
lega draumspök og trúði mjög á drauma, enda mun fátt
hafa komið henni algerlega á óvart, og virtist hún
vera gædd sterkum næmleik fyrir ýmsum fyrirboðum um
óorðna hluti. Hún var mjög hjálpsöm við menn og mál-
leysingja.
Heimili þeirra hjóna var sjerstaklega gestrisið, þar var
aldrei neinn íburður, en alt svo notalega framreitt, og
hreinlæti og snyrtimenska var þar í miklum metum
höfð. — Bæði voru þau hjón sjerlega skrafhreifin og alúð-
leg við gesti sína.
Sveinbjörg var mjög trúrækin kona, og innprentaði
börnum sínum og fósturbörnum að vanda líferni sitt og
treysta forsjón Guðs. Hún mat mikils fornar dygðir.
Sveinbjörg andaðist á hvítasunnudag árið 1953 hjá
Elísabetu dóttur sinni í Holti í Fellum, Norður-Múlas.
Að síðustu vil jeg ávarpa ]úg persónulega, kæra fóstra
mín, þó þú sjert horfin sjónum mínum, og þakka þjer af
hjarta alt, sem þú gerðir fyrir mig.