Hlín - 01.01.1956, Page 73
Hlin
71
stuðla að með einlægni og samvinnu. — Við megum ekki
ætlast til þess, að presturinn vinni öll kristileg störf, sem
þörf er á í söfnuðinum. — Salnaðarfólkið hefur mikla
ánægju af því að starfa saman í kristilegum fjelagsskap og
það er holt fyrir það.
'Þessi frásögn er lítið brot af tilhögun í þeim söfnuði,
sem jeg tiLheyri, en jeg helcl að tilhögun sje lík hjá öðr-
um söfnuðum.
Það eru mjög fáir íslendingar í bænum sem jeg á heima
í: Regina, iiöfuðborg Saskatchewanfylkis í Kanada. — Jeg
lief lítið talað íslensku síðan móðir mín dó fyrir 22 árum
síðan. Jeg held íslenskunni dálítið við með því að lesa
upphátt fyrir sjálfa mig í ,,Lögbergi“ og „Sameining-
unni“, sem jeg.kaupi altaf. — Faðir minn var áskrifandi
þessara blaða frá því þau fyrst komu út, svo jeg hef hald-
ið jrví áfram. — Eftir Jjessa ferð mína mun jeg hafa mikið
meiila gaman af að iesa frjettir frá íslandi, því nú veit jeg
dálítið rneira um iandið, veit nú hvar Eyjafjarðar- og
Þingeyjarsýslur eru, og get í huganum fylgst með.
Frá því jeg var svolítil telpa langaði mig til að fara til
íslands, að sjá Dóru systur og margt frændfólk, sem jeg
heyrði svo laft talað um, og alt þetta fallega, sem foreldrar
mínir sögðu mjer frá: Heyra lóuna syngja „Dýrðin, dýrð-
in“, sjá lömbin ,,Skoppa hátt með hopp“, tína fjólur og
„Gleym mjer ei“. — Loksins rættist vonin. — Mikið hafði
jeg gaman áf að heyra ykkur konurnar syngja á leiðinni
frá Akureyri til Húsavíkur. — Þá heyrði jeg mörg lög og
vísur, sem mjer voru kunn frá barnsárunum. — Sum sem
jeg kunni einusinni, en hafði gleymt.
Jeg þakka lalla vinsemd mjer auðsýnda. — Sjerstaklega
vil jeg jrakka prófasti Friðrik Friðrikssyni og frú haris
fyrir góða gestrisni á þeirra fallega og skemtilega heimili.
Jeg óska fjelagsskap ykkar alls góðs í framtíðnni og
ykkur öllum og ykkar heimilum Guðs blessuniar.