Morgunn


Morgunn - 01.06.1931, Page 12

Morgunn - 01.06.1931, Page 12
6 MORGUNN vatni og það annað, sem sagt er, í Reymonds-skeytunum, að menn hafi viljað ofan í sig láta. Það var framleitt í sér- stöku skyni. Það heyrði alls ekki til venjulegu lífi hins framliðna manns, þegar hann hafði lært að samþýðast hin- um nýju lífsskilyrðum. Það er svo skýrt í bók Olivers Lodge, að ekki verður á því vilst öðruvísi en fyrir skort á heilbrigðri skynsemi eða fyrir tilhneiging til ósannsögli og rangfærslu. Frásagnirnar frá öðrum heimi stefna yfirleitt í þá átt, að lífið þar virðist framliðnum mönnum furðulega líkt lífinu hér á jörðunni. Auðvitað er mismunurinn mik- ilvægur. Líkami vor í öðru lífi er annars eðlis en hinn jarðneski líkami vor. Fyrir því hefir hann aðrar þarfir. Vér þurfum ekki að hafa sams konar áhyggjur út af hon- um eins og líkama vorum hér í heimi. En umhverfið er fyrir skynjan vorri líkt og hér. Fegurðar-mismunurinn kann að vera meiri en hér — sumstaðar enn ömurlegra en hér, sumstaðar enn fegurra en hér, sumstaðar ámóta og hér. En umhverfið er fyrir skynjaninni líks eðlis og hér. Loft er þar og land og vötn. Að hinu leytinu er sál- arlífið líka sams konar. Gleði er þar og sorg, nautnir og hrellingar. Sálarlífið kann að vera magnaðra þar; ekki sízt meðvitundin um kærleikann í alheiminum; en það kann líka hjá sumum að vera magnminna. Nautnirnar kunna að vera göfugri; en þær kunna líka að vera ógöfugri. Heimur framliðinna manna er æðri heimur en sá, er vér byggjum, ef þroskinn er nægilegur til þess að vera í sam- ræmi við hann; en ef þann þroska vantar, þá verður hann eins og óæðri heimur, takmarkanirnar verða meiri. En allir skynja hann sem eitthvað svipaðan og þennan heim. Þetta er, að því er mér virðist, í sem allra-fæstum orðum, ágrip af því, sem verið er að segja oss um annan heim. Stundum hefir tekist að segja oss sumt af því með frábærri, nærri því óviðjafnanlegri mælsku. Stundum hef- ir það verið í miklu fátæklegra búningi. En í þessa áttina fer megnið af því. Áður en eg legg út í það, að láta uppi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.