Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 12
6
MORGUNN
vatni og það annað, sem sagt er, í Reymonds-skeytunum,
að menn hafi viljað ofan í sig láta. Það var framleitt í sér-
stöku skyni. Það heyrði alls ekki til venjulegu lífi hins
framliðna manns, þegar hann hafði lært að samþýðast hin-
um nýju lífsskilyrðum. Það er svo skýrt í bók Olivers
Lodge, að ekki verður á því vilst öðruvísi en fyrir skort á
heilbrigðri skynsemi eða fyrir tilhneiging til ósannsögli
og rangfærslu.
Frásagnirnar frá öðrum heimi stefna yfirleitt í þá
átt, að lífið þar virðist framliðnum mönnum furðulega
líkt lífinu hér á jörðunni. Auðvitað er mismunurinn mik-
ilvægur. Líkami vor í öðru lífi er annars eðlis en hinn
jarðneski líkami vor. Fyrir því hefir hann aðrar þarfir.
Vér þurfum ekki að hafa sams konar áhyggjur út af hon-
um eins og líkama vorum hér í heimi. En umhverfið er
fyrir skynjan vorri líkt og hér. Fegurðar-mismunurinn
kann að vera meiri en hér — sumstaðar enn ömurlegra
en hér, sumstaðar enn fegurra en hér, sumstaðar ámóta
og hér. En umhverfið er fyrir skynjaninni líks eðlis og
hér. Loft er þar og land og vötn. Að hinu leytinu er sál-
arlífið líka sams konar. Gleði er þar og sorg, nautnir og
hrellingar. Sálarlífið kann að vera magnaðra þar; ekki
sízt meðvitundin um kærleikann í alheiminum; en það kann
líka hjá sumum að vera magnminna. Nautnirnar kunna
að vera göfugri; en þær kunna líka að vera ógöfugri.
Heimur framliðinna manna er æðri heimur en sá, er vér
byggjum, ef þroskinn er nægilegur til þess að vera í sam-
ræmi við hann; en ef þann þroska vantar, þá verður hann
eins og óæðri heimur, takmarkanirnar verða meiri. En
allir skynja hann sem eitthvað svipaðan og þennan heim.
Þetta er, að því er mér virðist, í sem allra-fæstum
orðum, ágrip af því, sem verið er að segja oss um annan
heim. Stundum hefir tekist að segja oss sumt af því með
frábærri, nærri því óviðjafnanlegri mælsku. Stundum hef-
ir það verið í miklu fátæklegra búningi. En í þessa áttina
fer megnið af því. Áður en eg legg út í það, að láta uppi