Morgunn - 01.06.1931, Page 73
M0RGUNN
67
þungur). Þá kom Míka, hélt mælska tölu til fundar-
uianna, leyfði að kveikja litla ljósið, bað Kvaran setja
inn stólinn. Gekk á meðan til fundarmanna og lagði
hönd á höfuð sumra (frú Lilju, Kr. D.). Innan skamms
komu líkamningar: Agnete, Jóhannes, Míka, Elísabet.
Elísabet klappaði frú Steinunni Guðmundsdóttur á kinn-
ina, einnig Kr. D., og fanst báðum viðkoman hálf-köld
og þvöl. Þá kom Rósa, sýndi beran hægri handlegg, og
sagði þýðum kvenrómi: ,,Se min Arm“. Vera lcom, sem
sumum heyrðist segja: „systir hans“ en Míka sagði á eft-
ir, að það hefði verið Mdme d’Espérance. Frú Steinunn
Guðmundsdóttir sagðist hafa séð tvær verur samtímis,
í miðju og úti við vegg hægra megin. Talað heyrðist lengi
í byrginu, og sagt ,,mamma“ hvað eftir annað, og eins og
grátkjökur í röddinni. Heyrðist Birni Guðmundssyni tvær
eða þrjár raddir í einu. Frú Kvaran heyrði þær líka. Hann
skýrir svo frá: „Vinstri fótur var réttur út um tjaldrifuna,
svo að hægri tjalddúkur féll bak við hann; sýndist hann
Vera klæddur í skjallhvítan, þröngan sokk, svo að greinilega
mótaði fyrir vöðvum upp á mitt læri. Það seinasta, sem eg
sá, var hægri handleggur, sem var réttur beint út um
tjaldrifuna í axlarhæð, eins og í kveðjuskyni og bless-
andi. Eg vil vekja athygli á því, að þessi handleggur
og fótur munu ekki hafa verið sýndir tilgangslaust“.
Frú Guðrún Guðmundsdóttir sagði, að slæðupartar
hefðu tvisvar orðið eftir á gólfinu, og eyðst þar. Míka
sagði, að síra Haraldur væri þar og bæði að skila kveðju,
sérstaklega til ástvina, sem þar væru (dóttir og tengda-
sonur), en ekki kraftur til þess, að hann kæmi; svo
margir væru með þeim nýju, sem vildu koma, og tækju
svo mikið af kraftinum. Þá var slitið fundi. Meðan
sungið var á eftir, kom líkamning við vegginn hjá Kr.
D., og heyrðist frú Lilju sagt: „síra Kristinn“, en hann
heyrði ekki fyrir söngnum og söng með. Frú Guðrún
gaí miðlinum strokur. Líkamningar töldust 15—17.
6*