Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 75
M 0 R G U N N
69
öðru megin; bað því slíta fundi. í þessum svifum sá
G. H. Kvaran veru hjá miðlinum, rétta höndina út að
baki honum, svo að tvær hendur sáust sama megim
Kraftur hafði verið mikill á fundinum.
8. fundur, laugardag 31. jan.
Vanaleg fundarbyrjun. G. E. Kvaran og Kr. Dan.
höfðu eftir umtali við miðilinn skift um sæti. Þegar
Míka kom, sagðist hann verða að ráða því, og eftir litla
stund lét hann þá skifta aftur að þessu sinni. Seinna
gætu þeir ef til vill haft sætaskifti. Leið svo stund, að
ekkert gjörðist. Rannsakaði Míka þá hringinn, en fann
ekki annað að athuga, en að kraftur væri lítill. Vildi þó
enn reyna um stund, en með því að ekkert gjörðist, bað
hann slíta fundinum, og var það gjört á vanalegan hátt.
Andrés Andrésson og Guðrún Guðmundsdóttir höfðu séð
Ijós. Að öðru leyti var fundurinn árangurslaus.
9. fundur, þriðjudag 3. febr.
Vanaleg fundarbyrjun. Stuttu eftir að bæn var lok-
ið, tók lúðurinn að svífa ýmist hærra eða lægra meðal
fundarmanna, klappaði á höfuð sumum og snart þá á
annan hátt, bæði í ytri og innri hring. Sýndist vera
góður kraftur. Þegar Míka kom, talaði hann um, að
>eitt hefði verið, hvernig tókst á síðasta fundi. En það
sýndi sem oftar, að þeir réðu hvorugu megin, hvað kom-
ið gæti; það væri alt af guðs náð. Þá var kveikt ljós-
ið og settist hann í byrgið. Líkamning kom við vegg-
inn hjá Kr. D., og sömuleiðis hjá frú Kvaran, og sást
nétta hönd upp með tjaldinu. En nú sýndist kraftur
niinni en áður. Míka rannsakaði hringinn á vanalegan
hátt, og bað þá, er í ytri hring sátu, að skifta um sæti
af handahófi. En er það varð árangurslaust, bað Míka
um að slíta fundi og alla sömu fundarmenn að koma á
næsta fund.