Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 78
72
M ORGUNN
sem hún sagði, en meðal annars sagði hún, þegar eg
kallaði mamma: „Já, elsku, elsku Þóra mín, það er
eg“. Eg þakkaði henni fyrir að hafa komið, og sagði
henni, að Geir væri hér líka. Hún rétti höndina í átt-
ina til Geira, en náði ekki til hans, því að hann sat í
ytri hringnum, dálítið frá mér. Þá svaraði hún: „J<
já, eg veit það, eg sé það“. Svo faðmaði hún mig ákaft
að sér aftur og sagði: „Ó, elsku Þóra mín“. Svo fór
hún inn í byrgið, hún gekk aftur á bak og rétti hend-
urnar í áttina til mín, og hún nefndi oft nafnið mitt.
Hún grét allan tímann — en mér fanst hún ekki gráta
af sorg. Þó að hún gréti, heyrði eg alt, sem hún sagði,
og þekti málróminn hennar. Þegar eg hugsa um það
núna, finst mér alls ekki, að málrómurinn vhafi verið
þvingaður. Eins og sumar hinar verurnar áttu bágt með
að tala, fanst mér henni vera það svo eðlilegt.
Geir bróðir, sem sat dálítið frá, sá hana ekki eins
vel, en hann sá hana koma út úr byrginu, og þekti hana
þá. Sömuleiðis þekti hann málróminn. Þegar hún var
horfin, var eins og eg áttaði mig fyrst á því, að hún var
farin, þó að eg hafi séð hana fara. Eg kallaði á eftir
henni: „Elsku mamma mín, ekki fara“. Þá kom hún
strax aftur, faðmaði mig að sér og sagði: „Elsku Þóra
mín“. Svo hvarf hún fljótt inn í byrgið. Eg gat ekk-
ert sagt við hana annað en „elsku, elsku mamma mín“.
Eg fann ekkert í huganum annað en nafnið, sem mér
fanst tilheyra henni, og jeg elskaði ■— „mamma mín“.
Þegar verið var að slíta fundinum, meðan verið
var að syngja fyrri sálminn, heyrði eg grát inni í byrg-
inu, og bæði Geir og eg þektum grátinn. Svo, undir
,,faðir-vorinu“, sá eg séra Harald í gættinni á byrginu.
Hann rétti upp höndina yfir höfði síra Kristins, og sagði
tvisvar: „síra Kristinn“. Eg get ekki gert mér grein
fyrir, hvernig hann fór — en alt í einu var mamma
komin í staðinn fyrir hann, og kallaði fjórum sinnum
nafnið mitt. Snæbjörn Arnljótsson sat hjá mér og sagði,