Morgunn - 01.06.1931, Síða 96
90
MORGUNN
líf? Um það telur stjörnufræðin sér naumast heimilt
að álykta. Að vísu hafa sumir þótzt mega greina merki
þess, að Marzbúar hafi komið sér upp stórfeldum áveit-
um og að önnur tákn um „menningu“ séu greinanleg. En
verulega áheyrn hafa þessar skoðanir þó ekki hlotið hjá
stjörnufræðingum. En einni athugasemdinni um Marz
verður að bæta við. Það þykir greinilegt, að Marz
muni hafa náð fyrir all-löngu hámarki þróunar sinn-
ar; og virðist mönnum þá ekki sennilegt, að tvær
reikistjörnur, sem eru þó hver annari eins frábrugðn-
ir eins og Marz og jörðin, skulu vera á líku reki um líf-
fræðilega þróun samtímis. Því að það liggur í hlutarins
eðli, að sú þróun getur ekki verið bundin nema við til-
tölulega örlítinn hluta af tilveru hnattar.
En ef lítill árangur fæst af athugun reikistjarn-
anna í þessu sambandi, þá eru samt eftir miljónir af
stjörnum, sem menn hafa jafnan vanist á að líta á sem
sólir, er kerfi af reikistjörnum snúist um. Mörgum
hefir virst það hin mesta fjarstæða, að ætla þeim ekki
líf, sem væri að minsta kosti ekki óveglegra en líf jarð-
arinnar. Og vissulega væri fljótræðislegt að neita því,
að náttúran hefði líka gjört þessa einkennilegu tilraun
einhverstaðar annarstaðar. En þó eru sérstakar
ástæður fyrir því, að menn hika við að hugsa sér, að til-
raunin hafi verið gjörð tiltölulega víða.
Það kemur í ljós, er stjörnurnar eru athugaðar í
sjónauka, að mjög mikið af því, sem virðist vera einn
depill fyrir auganu, virðist vera tvær stjörnur saman.
Og þegar sjónaukinn bregzt, ber ljósrofsmælingin þess
oft vitni, að um tvær stjörnur er að ræða, sem snúast
hvor um aðra. Að minsta kosti ein stjarna af þremur er
tvístyrni — tveir sjálflýsandi hnettir, sem bera má sam-
an við sólina að stærð. Þróunin framleiðir ekki eingöngu
einstæðar sólir; tvær samstæðar sólir eru eins algengar.
Nú þykir nokkurnveginn áreiðanlegt, að reikistjörnur