Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 109
MORGUNN
103
líf utan vatnsins, jafnvel þótt þau hefðu meiri skyn-
semi, en þau hafa í raun og veru. Hugsum oss gáf-
aða silunga vera að grufla út í líf sitt og tilveruskil-
yrði. Þeir hafa frá aldaöðli vitað, að til þess að lifa
yrðu þeir stöðugt að láta vatn streyma gegnum eða yfir
tálknin. Þeir þykjast því hafa allan rétt til að ætla, að
vatnið út af fyrir sig og eitt sér sé tilveruskilyrði sitt.
En nú kemur fram á meðal þeirra sérvitringur einn eða
spámaður og þykist vita betur. Hann segir — spámað-
urinn eða spásilungurinn —, að það sé efni í vatninu,
súrefnið, sem þeir í raun og veru andi að sér, og að
það sé vel mögulegt eða a. m. k. hugsanlegt, að til séu
verur, sem geti tekið súrefnið til sín á annan hátt en í
vatni. En vatnshyggju-silungarnir hlæja að honum og
segja, að það sé að vísu satt, eða geti a. m. k. verið
satt, að það sé súrefnið í vatninu, sem sé hið eiginlega
lífsskilyrði þeirra, en hitt nái ekki nokkurri átt að ætla,
að til séu verur, sem þurfi ekki vatns með til að ná í
súrefnið. Allar þær verur, fiskar og önnur lagardýr,
sem þeir þekki, þurfi að taka súrefnið úr vatni, og að
vísu hafi þeir heyrt, að 1 „stóra vatninu“ (sjónum) séu
dýr, er nefnist hvalir og selir, sem þurfi að fara út úr
vatninu til þess að anda, en þeir hafi nú aldrei séð það,
enda sé það sennilega lygi, því að fyrir utan vatnið sé
ekkert nema dauðinn. Og af því að almenningur á með-
al silunga, ekki síður en meðal manna, lætur fremur
sannfærast og stjórnast af skynjunum sínum en skyn-
semi og hugsun, verður spásilungurinn í minni hluta og
má til að draga sig út úr og stofna sértrúarflokk, sem
er í afar-litlu áliti meðal mentaðra og ,,upplýstra“ sil-
unga. —
Líkingar sanna að vísu ekkert, og ekki má rekja
þær of langt, en þær geta oft sýnt manni hugsan-
legar brautir og vanið við þær. Það er auðvelt að sjá,
hvað þessi líking, sem eg tók hér að framan, á að benda
á. Mönnunum, og öllum lifandi verum, er sökkt niður í