Morgunn - 01.06.1931, Síða 121
M0K6UNN
115
rituð voru fyrir æðstu mentun. Þannig komst hann nið-
ur í ensku, þýzku, spönsku, ítölsku og portúgisku.
Þegar hann þannig hafði kynst hugsanaauði Norð-
urálfu þjóðanna helztu, þótti honum það brátt of þröngt
um sig. Þá var það Asía, sem hann ekki þekti nema af
bóklestri, sem dró að sér hug hans, er ætíð var sólginn
í eitthvað nýtt. Af hendingu barst honum í hendur kín-
versk málfræði. Hann dáðist að hinum myndfögru let-
urtáknum, sem þessi tunga notar. Hann dæmdi um það
eins og málari. Þá þurfti hann að læra þetta Austur-
landa mál, og íor til Kína með konu sína og son sinn.
Fjörutíu og eins árs að aldri varð hann lærisveinn í
skóla fyrir austurlandamál, vann sem óður væri og eft-
ir þrjú ár tók hann lærdómspróf í kínversku. Hann
sökti sér niður í bókmentir þessarar tungu og útlagði
og gaf út nokkrar skáldsögur. Hann var hrifinn af lífi
hinna gulu manna, þar sem var fult af púkum, anda-
verum og verndaröndum; hann fann, að hann gat haft
mætur á því sem var furðulegt. En væri þá talað við
hann um furðu-fyrirbrigði sálarrannsóknanna, taldi
hann þau hæf til að ala hugsýnir og draumlyndi, en
með öllu óaðgengileg fyrir skynsemina.
En nú kom fyrir sorgaratvik, sem leiddi í ljós ó-
væntan hæfileika hjá þessum fjörmikla anda, lílct því
er eyju skýtur úr hafi við jarðskjálfta.
1 júní 1919 var einkasonur Forthunys, Friðrik að
nafni, tuttugu og fjögra ára að aldri, og líkur föður
sínum að andlegu atgerfi, austur í Rúmeníu og var for-
ingi á flugstöðvunum í Galatz. Þangað kom skeyti 25.
júní um, að Þjóðverjar hefðu ákveðið að fara til Frakk-
lands til að undirskrifa friðarsamningana í Versölum.
Gleðin var almenn og allur bærinn var fánum skreytt-
ur og með hátíðayfirbragði. Friðrik Forthuny, sem var
ör til hrifningar, tók þátt í þessu og ætlaði til hátíða-
brigða að fara flugför. Hann skeytti saman dúka úr
frakkneskum flöggum til að gera úr einn stóran fána.
8*