Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 125
MORGUNN
119
kenclu afli, að draga bein stryk, líkt og barn, sem er
að byrja að draga til stafs. Forthuny varð forviða og
tók óskrifað blað, og lagði höndina á það, en hún hélt
áfram að draga beina leggi og svo bogin stryk, og síð-
ast bókstafi og orð, án hugsunarsamhengis. Hann kall-
aði á konu sína, og sagði: „Nú er skrítið á ferðum; eg
er miðill“. Hann reyndi þá aftur í viðurvist hennar, og
höndin tók til á ný. Þessi fyrsta ósjálfráða skrift hans
stóð yfir í nálega tvo klukkutíma. Hann hélt þessu áfram
næstu daga, og smám saman varð skriftin fallegri og
fljótari. Brátt skipuðust orðin í setningar og setning-
arnar í samanhangandi hugsanir. Fám dögum eftir að
hann byrjaði að skrifa, fór hann að fá rituð svör við
spurningum sínum. Og eftir þetta varð eins og hann
ætti samtal við ósýnilegar vitsmunaverur, sem notuðu
heilatæki hans til þess að láta sig í ljósi.
Tvær andaverur komu þannig í samband við hann.
Annað andi, sem aldrei vildi láta uppi nafn sitt, en
kallaði sig „leiðtogi þinn“, en hitt var sonur hans,
Friðrik.
Þetta samband með ósjálfráða skrift við þessar
verur, sem vera sögðust, fór fram margar klukkustundir
á dag í sex mánuði, frá 18. júlí til 25. des. 1920.
Skriftin varð góð á fyrstu vikunum, svo Forthuny,
sem ekkert vissi, hvað komið hafði, fyr en höndin nam
staðar, gat auðveldlega lesið það. Það voru fremur stór-
ir stafir, eins og venjulega er í ósjálfráðri skrift. Það
var ekki eftirlíking t. d. af hönd Fi’iðriks Forthuny. Það
var handarlag Pascals Fortuny.
Einn dag, er hann setti sig til að skrifa, var hönd
hans alt í einu flutt hægra megin á pappírinn og ritaði
með miklum flýti frá hægri til vinstri hverja síðuna af
annari. Þegar lokið var, og Forthuny ætlaði að fara að
lesa, gat hann ekki lesið eitt einasta orð. Hann mundi
þá eftir, að ósjálfráð skrift kæmi stundum öfugt út og
bar blöðin fyrir framan spegil og undraðist, með hvaða