Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 133
MOKGUNN
127
hæfileika hans. Og fjölmargir voru þeir, sem komu tíl
að reyna að fá svör við duldum áhyggjum sínum. En
hinir voru fáir, sem einungis komu af áhuga á að kynn-
ast þeim sálfræðilegu og heimspekilegu fyi'irbrigðum,
sem þarna var kostur á. Enginn embættissálfræðingur
kom til að rannsaka þessa fyrirburði, sem af mátti fá
svo mikla fræðslu.
Þessi árangur af starfi Forthunys vakti mjög áhuga
minn ( segir dr. Osty), svo að eg mæltist til, að hann
starfaði í sálarrannsóknarstofnuninni í því skyni að
rannsaka þetta. Hann var mjög óðfús á að geta orðið
að gagni vísindalegri athugun, og félst á, þrátt fyrir
annað mikið annríki, að halda fyi'ir okkur tvo fundi á
mánuði, og var hinn fyrsti 12. maí 1925.
Á þessa fundi koma nýir og nýir fundarmenn ef
segja mætti af sjálfu sér. Það er auglýst í ,,Revue Meta-
psychique“, hvenær fundirnir eru, og fundarmenn koma
eftir geðþótta með ættingja eða vini í París eða sem eru
þar á ferð, og hver tekur sæti, þar sem honum sýnist.
Það er í stuttu máli fyrir opnum dyrum. Fundarmenn
eru að nokkru leyti fastur stofn, sem hafa svo mikinn
áhuga íyrir gáfu Forthunys, og að nokkru leyti nýir
menn, hér um bil í hlutfalli 50 af hundraði.
l>ví hefir verið veitt eftirtekt, að P. F. snýr sér eink-
um að hinum nýkomnu. Það er í samræmi við tilhneig-
ing hans til þess, sem er óvenjulegt, og jafnframt til að
sýna ómótmælanlega, að um dulvitund sé að ræða, og
enginn gi’unur um fyrir fram fengna vitneskju. Enda
er eg fullkomlega viss um, að hann veit ekkert fyrir
fram, og langbeztu lýsingarnar, sem hafa komið hjá
honum, eru um menn, sem voru útlendingar á ferð í
París, sem voru staddir í fyrsta sinn í stofnuninni, og
P. F. vissi ekki, að voru til, og þeir ekki fyr en þá, að
hann væri til.