Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 25

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 25
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 25 S t e i n U n n g eS tS d Ót t i r Farris, Jewkes og Morrrison, 2007). Þegar í grunnskóla er komið eru gerðar töluverðar kröfur um slíka sjálfstjórnun; ætlast er til að börn geti beint athygli að fyrirmælum kennara og haldið henni óskertri þrátt fyrir truflanir, haldið leiðbeiningum í huga og beitt þeim við úrlausn verkefna og haldið aftur af hegðun (til dæmis að rétta upp hönd í stað þess að kalla upp svar við spurningu) (Diamond, Barnett, Thomas og Munro, 2007). Þannig gerir góð sjálfstjórnun börnum kleift að nýta sér námsumhverfið og stuðlar að námi þeirra. Rannsóknir með börnum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu benda til að slík geta spái fyrir um farsæla skólagöngu bæði í grunn- og framhalds- skóla, jafnvel eftir að tekið hefur verið tillit til greindar, fyrra gengis í skóla og fleiri mikilvægra þátta. Að sama skapi eru börn sem eiga í mestum erfiðleikum með sjálf- stjórnun í langtum meiri hættu á að vera haldið aftur um bekk eða að hætta í skóla áður en skyldunámi lýkur (Blair og Razza, 2007; Caspi, Henry, McGee, Moffitt og Silva, 1995; McClelland o.fl., 2007). Það er sérlega bagalegt ef barn lendir í vanda við upphaf skólagöngu vegna slakrar sjálfstjórnunar þar sem erfiðleikar í fyrstu bekkjum auka hættuna á því að það dragist aftur úr og vandinn aukist eftir því sem á líður grunnskólagöngu. Sýnt hefur verið fram á að börn taka framförum allan grunnskóla- aldurinn og verða æ færari í að leysa verkefni sem krefjast sjálfstjórnunar, svo sem að jafna ágreining og beina og halda athygli, þó að hægist á framförum miðað við fyrstu árin og leikskólaaldurinn (Markus og Nurius, 1984). kEnnsluhættir í lEik- og grunnskólum sEm stuðlA Að sjálfstjórnun Í kjölfar rannsókna sem sýnt hafa fram á mikilvægi sjálfstjórnunar fyrir ýmiss konar þroska hafa rannsakendur leitast við að þróa árangursríka kennsluhætti eða íhlutun sem styður sjálfstjórnunarfærni barna á leikskólaaldri, sérstaklega fyrir börn sem kunna að standa höllum fæti hvað slíka færni varðar (Connor, Ponitz, Phillips, Travis, Glasney og Morrison, 2010; Diamond o.fl., 2007; Tominey og McClelland, 2011). Á síð- ustu árum hafa rannsóknir sýnt að hægt er að stuðla að aukinni sjálfstjórnun barna á leikskólaaldri með markvissum aðgerðum og auðvelda börnum þannig að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra í grunnskólastarfi (Bodrova og Leong, 2006). Diamond og félagar (2007) birtu grein í tímaritinu Science þar sem greint er frá íhlutun sem kallast „Tools of the Mind“ og notuð hefur verið í starfi með elstu börnum í leikskóla. Kennarar sem tóku þátt í þessari rannsókn fengu ítarlega fræðslu um sjálfstjórnun barna, auk þjálfunar í að meta hvaða börn þyrftu mest á aðstoð að halda. Aðferðirnar sem notaðar voru miðuðu að því að auka getu barna til að halda aftur af hegðun, efla vinnsluminni þeirra og sveigjanleika í hugsun. Sem dæmi má nefna að börnin voru látin skiptast á að lesa fyrir (og hlusta á) hvert annað með því að halda á spjaldi sem var annaðhvort með mynd af eyra (þá áttu þau að hlusta) eða bók (þá áttu þau að lesa). Einnig voru þau hvött til að leika hlutverkaleiki (e. dramatic play) þar sem þau bjuggu sjálf til „handrit“ að leiknum sem þau áttu að fylgja, en það þjálfar þau í að skipuleggja hegðun fyrirfram og fylgja fyrirmælum sem þau hafa sjálf búið til. Einnig má nefna að börnin voru hvött til að tala upphátt við sjálf sig (e. self-regulatory private
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.