Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 54
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201254
YngStU leikSkÓlabörnin: Samfélag í leik
Sara stendur og heldur á bolta sem hún horfir á, Anna situr á stól og horfir fram í
leikstofuna en Jón liggur á dýnu við hlið þeirra og horfir á Söru. Sara nær í stól eins
og þann sem Anna situr á og sest niður með boltann í fanginu. Jón og Sara horfast
í augu. Jón stendur upp, horfir á Söru sem fylgir honum eftir með augunum. Anna
stendur nú upp og Sara líka. Anna lítur á Söru og nær í kerru sem er þarna skammt
frá. Sara sleppir boltanum og nær í aðra eins kerru. Jón tekur boltann, sest í stólinn og
fylgist með telpunum ganga fram og til baka með kerrurnar. Jón er ánægður á svip,
skríkir og spennir líkamann. Skyndilega dettur Anna á Jón, en snýr sér við og klappar
honum vingjarnlega á kinnina. Jón brosir og réttir boltann í átt að önnu sem snýr sér
frá honum. Jón kastar boltanum frá sér og er leiður á svip. Hann sest á dýnuna og
lítur alvarlegur á rannsakanda.
Í upphafi upptökunnar beina börnin athyglinni að því að mynda tengsl og koma sér
á framfæri hvert við annað. Sara og Jón ná augnsambandi og taka þannig þátt hvort í
annars heimi um stund. Samtímis leitar Anna eftir augnsambandi við Söru, fylgir því
eftir með hreyfingu og nær í leikfang. Í kenningu Bujtendijks er uppruna leiksins lýst
sem barnslegri athöfn sem á upphaf sitt í hreyfingu (Åm, 1989; Hangaard Rasmussen,
2001). Anna kveikir með athöfnum sínum áhuga Söru á leik. Sara losar sig við boltann,
sem ef til vill hefði getað verið miðill í áframhaldandi samskiptum hennar og Jóns.
Sara virðist upplifa önnu sem ákjósanlegri leikfélaga en Jón en það er í samræmi við
niðurstöður annarra rannsókna sem benda til þess að hærri aldur gefi börnum sterkari
félagslega stöðu (Johansson, 1999, 2011b; ytterhus, 2002). Jón, sem er mun yngri en
telpurnar, leitar eftir tengslum við Söru með augnsambandi sem má túlka sem tilraun
til þess að mynda sameiginlegan grundvöll fyrir samskipti og leik. Með athöfnum
sínum leita börnin eftir tengslum og gefa fyrirætlanir sínar til kynna. Ferlið virðist
tengjast upplifun þeirra af því að vera saman eða samhuglægni þar sem börnin ýmist
viðurkenna eða draga tilveru hvert annars í efa (Merleau-Ponty, 1962, 1994).
Leikur telpnanna snýst um að ýta kerrunum fram og til baka í leikstofunni en það
er í samræmi við kenningu Bujtendijks um að meginvirkni leiks ungra barna felist í
hreyfingum fram og til baka. Einnig benda rannsóknir Løkken (2000a, 2000b) til þess
að gagnkvæm hreyfitjáning einkenni merkingarsköpun ungra barna þar sem börnin
byggja upp leik sem tengist upplifun þeirra á samhuglægni sem er bæði undirstaða
leiksins og forsenda þess að hann nái að þróast. Þetta er jafnframt í samræmi við
kenningu Merleau-Pontys (1962, 1994) um að samhuglægni sé forsenda þess að barnið
skapi tengsl við aðra einstaklinga og umhverfið.
Jón líkir eftir fyrri athöfnum Söru og sest í stólinn með boltann í fanginu og horfir á
telpurnar leika sér. Líkamstjáning hans gefur til kynna að hann lifi sig inn í leik þeirra
og virðist þannig vera í senn í eigin lífheimi og þátttakandi í heimi telpnanna. Hið
einstaklingslega og hið félagslega fléttast saman, eins og Merleau-Ponty (1962, 1994)
bendir á. Þetta kemur jafnframt heim og saman við niðurstöður rannsókna sem benda
til þess að mikilvægur þáttur í námi ungra barna í leikskólum sé að líkja eftir öðrum
börnum (Lindahl og Pramling Samuelsson, 2002) og að þau sýni hæfni til að lifa sig
inn í tilfinningar hvert annars (Løkken, 1996).
Þegar Anna dettur á Jón sýnir hún honum umhyggju og lætur þannig í ljósi að
þetta var ekki viljandi gert. Hún sýnir með athöfnum sínum að hún veit að það er