Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 117

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 117
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 117 gUðrún alda HarðardÓttir og kriStJÁn kriStJÁnSSon Fyrir miðja 20. öld var almenna hugmyndin sú, meðal sálfræðinga og heimspek- inga, að það sem einkum sérkenndi persónur og skipti sköpum um gæfu þeirra væri skapgerð þeirra eða persónuleiki: það sem þær væru „inn við beinið“. Með fræðilegu orðalagi má kalla slíkar hugmyndir hluthyggju (e. objectivism) um sjálfið (Kristján Kristjánsson, 2010). Þekktasta sögulega dæmið er kenning Aristótelesar um siðferði- lega skapgerð okkar: „karakter“. Samkvæmt henni býr hver einstaklingur yfir safni siðferðilegra hneigða (dygða og lasta) sem eru, þegar barnsaldri sleppir, varanlegri en nokkrar aðrar mannlegar tilhneigingar, jafnvel varanlegri en þekking okkar á náttúru- vísindalegum ferlum (Aristóteles, 1985, bls. 25–26). Hugtakið „sjálf“ (e. self) vísar til hins stöðugasta kjarna slíkra hneigða sem sjaldan breytast verulega á fullorðinsaldri (nema í óalgengum róttækum sjálfshvörfum, t.d. þegar syndarinn Sál breyttist í postulann Pál á leiðinni til Damaskus). Þetta „sjálf“ okkar er eitt; safn hugmynda okkar um hver við sjálf erum (e. self-concept) annað. Greinarmunur þessa tvenns skýrir raunar og liggur til grundvallar hugtökunum sjálfsþekking og sjálfsblekking. Sjálfsþekking er, samkvæmt sjálfshluthyggjunni, samræmi milli hugmynda okkar um það hver við erum og stað- reynda um það hver við erum; sjálfsblekking er misræmi þarna á milli þar sem maður er til dæmis í raun gjafmildur þó að hann telji sig nískan eða nískur þó að hann telji sig gjafmildan. Með persónuleikasálfræðinni, sem fór að taka á sig heillega mynd á fjórða áratug 20. aldar með verkum Gordons Allport (1937), færðist áherslan frá siðferði- legum dygðum og löstum, sem mynduðu sjálf einstaklingsins, yfir í siðferðilega hlut- lausa persónuleikaþætti, samanber hið fræga „fimm þátta líkan“ um persónuleika sem hafði vaxið úr grasi í lok aldarinnar. En frá verufræðilegu og aðferðafræðilegu sjónar- miði er bitamunur fremur en fjár á þessu líkani og skapgerðarlíkani Aristótelesar þar sem bæði gera ráð fyrir hluthyggju um sjálfið (Kristján Kristjánsson, 2012). Hér ber þó að geta þess að hluthyggja um sjálfið þarf ekki að vera bernsk hlut- hyggja, það er hluthyggja sem gerir ráð fyrir því að hugmyndir okkar um það hver við erum skipti engu máli um það hver við í raun erum eða hvernig við spjörum okkur í lífinu. Jafnvel hluthyggjumaðurinn mikli, Aristóteles, taldi að einstaklingur gæti ekki lifað farsælu lífi einungis með því að vera „mikils verður“; hann yrði líka að „telja sig mikils verðan“, það er hafa raunhæfa sjálfsmynd og ekki vera til dæmis fullur minni- máttarkenndar (Aristóteles, 1985, bls. 97–104). Með líkingamáli mætti orða þetta svo að spegillinn (hér sjálfshugmyndirnar) sem speglar húsgögnin í stofunni (hið raun- verulega sjálf) sé líka húsgagn í stofunni (hluti af sjálfinu) og í honum megi ekki vera brot og sprungur ef herbergið í heild á að standast skoðun. Þetta líkingamál skapar að vísu augljósan röklegan vanda fyrir hluthyggjumanninn (hvað speglar spegilinn?); en sá vandi er utan þjóðleiðar þessarar greinar (sjá hins vegar Kristján Kristjánsson, 2010). Þrennt olli því einkum að hluthyggja um sjálfið fór að láta undan síga eftir miðja 20. öld: Í fyrsta lagi höfðu heimspekilegar efasemdir um stöðu hins meinta hlutlæga sjálfs átt nokkurn hljómgrunn allt frá 18. öld (sbr. Hume, 1972, bók I) og þær færðust allar í aukana þegar póstmódernísk efahyggja tók að ryðja sér til rúms innan sálfræð- innar (t.d. Gergen, 1991). Í öðru lagi ruddi félagssálfræðin, sem hóf að blómstra á ofanverðri 20. öldinni, brott hugmyndum um einbera persónulega, félagslega óháða, áhrifaþætti á hegðun og hugsun. Félagssálfræðingar gerðu frægar tilraunir sem sýndu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.