Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 148

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 148
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012148 HlUtverk HÁSkÓlakennara í nÁmSkrÁrgerð Sá styrkur flokkunar (C) og umgerðar (F) sem dreginn er upp í töflunni er afstæður en gefur engu að síður hugmynd um það í hverju munurinn á námskránum liggur. Í 1. línu er vísað til stofnanaskipulags hverrar skorar á meðan 2.–3. lína draga fram uppbyggingu þekkingar og námskrár greinarinnar. Í 4.–5. línu er vísað til flokkunar þekkingar í grunn- og framhaldsnámi. Í 6. línu er vísað til markmiða með kennslu greinarinnar og í 7.–8. línu til nemendaímyndar annars vegar og hlutverks kennara hins vegar. Loks er kennsluháttum annars vegar í grunnnámi og hins vegar í fram- haldsnámi lýst í 9.–10. línu. Staðbundin námskrá háskólagreina Eins og sjá má í töflunni ber námskrá hverrar greinar einkenni sem eru einstök fyrir þá grein og lýsa námskránni eins og hún er á ákveðnum stað (Háskóla Íslands) og ákveðnum tíma þegar rannsóknin fór fram. Því kýs ég að kalla þessar greinabundnu námskrár staðbundnar námskrár háskólagreina. Samkvæmt kenningum Bernsteins um uppeldistækið verða háskólagreinar til þegar þekking, sem orðið hefur til á sviði þekk- ingarsköpunar, er endurskilgreind og ummynduð í uppeldislega þekkingu. Hægt er að tala um staðbundnar námskrár þegar hugmyndir eða ímyndir um háskólagreinina (orðræða greinar um uppeldi og kennslu) eru yfirfærðar enn á ný og greinin bundin við ákveðinn stað og stund og tengd sérstökum aðstæðum sem móta hana og gera hana að því sem hún er. Staðbundin námskrá vísar þannig í greinina sem kennararnir kenna við Háskóla Íslands en alheimsnámskrá á við þegar kennarar tala um greinina sína almennt sem alheimsfyrirbæri. Háskólagrein er þannig hluti af námskrá ákveðins háskóla og um leið hluti af mun víðara fræðigreinasamfélagi. Háskólakennari á Ís- landi tilheyrir háskólasamfélagi sinnar stofnunar og skorar en hann tilheyrir jafnframt samfélagi sinnar fræðigreinar. Einkenni námskrár (það er hvort hún telst samsöfnuð eða samþætt) og þar með flokkun hennar ræður því hversu mikið eða lítið háskóla- kennarar í rannsókninni telja að hægt sé að staðfæra háskólagrein. Eins og sjá má í töflunni (4.–5. lína) búa greinarnar þrjár við missterka flokkun þekkingar. Innan eðlis- fræðinnar þar sem flokkun er mjög sterk (samsöfnuð námskrá) segja kennarar „ekkert íslenskt“ við eðlisfræðina: Það er ekkert íslenskt í stjörnufræðinni, það er ekkert íslenskt í eðlisfræði þéttiefnis, það er ekkert íslenskt í stærðfræðilegu eðlisfræðinni … við hugsum fyrst og fremst út frá rannsóknum. (Háskólakennari í eðlisfræði) Alheimstengsl eðlisfræðinnar eru undirstrikuð í kennslubókum sem notaðar eru um allan heim og draga ekki aðeins fram hvaða þekking skiptir máli heldur stýra einnig kennsluorðræðu greinar og skilgreina hvernig og í hvaða röð þekkingin skuli kennd og hvernig hún skuli metin. Þetta á þó einkum við í grunnnámi en þegar ofar dregur fara sérstök rannsóknarsvið háskólakennara að setja meira mark sitt á námskrá nem- enda og viðfangsefni. Rétt eins og innan eðlisfræðinnar leggur notkun alþjóðlegra kennslubóka grunn- inn að kennslu í véla- og iðnaðarverkfræði. Sú grein hefur þó skyldum að gegna við vettvang og samskipti þar á milli veikja flokkun greinarinnar og draga með því úr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.