Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 44
BRYNDIS VALSDOTTIR
slíkum breytingxim, fæðist einræktað afk\æmi fullorðinnar manneskju
ekki með nákvæmlega eins erfðaefiii og foreldrið fæddist með.
I öðru lagi er þáttur eggfrumunnar. Þó megnið af erfðaefiiinu sé í
kjarnanuin er einnig erfðaefni í umfnininu, svokölluð hvatberagen.6 7
Auk þess er þar að finna ýmsa aðra líffræðilega þætti sem skipta máli við
myndtm einstaklingsins. Það verður ekki allt rakið til erfða. Sá ein-
ræktaði verður því ólíkur foreldri sínu að því leyti að hann kemur úr
annarri eggffumu og að öllum líkindum úr annarri konu. Þetta gildir
hinsvegar ekki um eineggja tvíbura.
I þriðja lagi skiptir meðgangan töluverðu máh \nð mótun afkvæmis.
Meðganga hins einræktaða afkvæmis verður ekki eins og sú sem foreldr-
ið gekk í gegnum. I flestum tilfellum gengi önnur kona með einræktaða
afkvæmið en með foreldrið. Hún hefur aðra lfkamsstarfsemi og annað
hfsmynstur, en hvorttveggja hefur áhrif á afkvæmið. Meðganga eineggja
tvíbura er hinsvegar auðvitað sú sama.
Loks er ógetið hins þýðingarmikla þáttar sjálfsmyndar okkar sem ger-
ir okkur t.d. kleift að greina okknr ffá öðru fólki. Fræðimenn hafa kom-
ist að því að heilinn verður aldrei eins í tveimur einstakfingum. Eineggja
tvíburar geta til dæmis haft ófika heila sem getur meðal annars birst í því
að þeir dragast að ólíkum fyrirbærum eða sviðum í h'finu. Þetta er ein-
mitt sá þáttur sem gerir það að verkum að hin einstöku persónuleikaein-
kenni verða ekki svo auðveldlega reiknuð út fýrirffam. Ahugasvið og
hinn ffjálsi vilji einstaklingsins er nokkuð sem ógjörningur virðist að
festa hendur á og virðist ekki vera staðsett innan erfðamengisins. Nú á
dögum áh'ta vísindamenn að genin leggi drög að hinu almenna mótd
heilans í upphafi þroskaferlis í móðurkviði. Eftir það raðist taugaffum-
urnar saman og myndi tengingar á rilviljanakenndan hátt. Efdr fæðingu
er það reynsla og umhverfi sem stýra því hvernig tengshn milli tauga-
ffumanna rofha og myndast. Bilið á milli þess sem býr í genunum og
þess sem býr í heilanum eykst síðan eftir því sem líður á þroska heilans.
Þegar hér er komið ætti að vera ljóst að það er ekki hægt að panta 20
eintök af tilteknum einstaklingi með því að þrýsta á hnapp eins og á ljós-
ritunarvél. Einnig þarf talsverða fórn af hálfu þeirrar konu sem ganga á
með einræktað bam. Það krefst skipulegs ferlis og rétt eins og þegar
6 Ömólfur Thorlacius, Erfdafrœði, Reykjavík, Iðunn 1978, bls. 204.
7 Sjá nánar George Johnson, „Soul Searching", Clones and Clones, bls. 69.
42