Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 59
DAUÐI OG OTEVIABÆR UPPRISA STAÐLEYSUNNAR
leysan skissar veruleika sem er ólíkur tilteknu gefnu ástandi í grundvall-
aratriðum, veruleild af öðru tagi. Þessi veruleikagliðnun staðleysunnar
sviptir hana röklegu samhengi við það orðræðuumhverfi sem mótar hinn
hversdagslega veruleika og kemur veg fyrir að vanabundin hugtök dugi
til að til að fjalla um, staðfesta eða hafna tilgátum og kenningum um
hinn nýja veruleika. Þannig er eitt megineinkenni staðleysunnar að hún
er ekki bein rökleg afleiðing af gefnum forsendum heldur krefst hún
gagngerrar umbreytingar eða umskipta. Slík umskipti verða aldrei
útskýrð á fullnægjandi hátt og því er í raun ókleift að gefa skynsamlega
skýringu á staðleysu. Hún lýsir veruleika sem nauðsynlegt er að skilja
einhverskonar innsæisskilningi. Af þessari ástæðu er líka mikill munur á
orðræðu staðleysuhugmyndaffæði og orðræðu fjölhyggjunnar og því má
segja að staðleysa og veraldlegt frjálslyndi séu ósamrýmanlegar hug-
myndir um þjóðfélagsþróun.
Hin trúarlega hlið staðleysunnar gerir hana heillandi en veldur líka
vanda. Hún krefst ósannfærandi samruna orðræðutegunda sem má líkja
við samruna veraldlegra og yfirnáttúrlegra skýringa kristinnar trúar. I
kristni, og sjálfsagt flestum trúarbrögðum, verður að gefa kost á or-
sakaskýringum sem þó ná út fyrir veraldlegt orsakasamhengi. En það
liggur í hlutarins eðli að yfirnáttúrlegar skýringar er ekki hægt að prófa
með sama hættd og veraldlegar skýringar og því er ekki hægt að beita
gagnrýninni rannsókn á þær. Orðfæri hennar er einfaldlega vanbúið að
eiga við þær, kostirnir eru að trúa í heild sinni eða trúa ekki á orsakar-
mátt yfimáttúrlegra afla. Þannig er skorið á tengsl trúarlegrar upplifun-
ar og gagnrýninnar rannsóknar: Trúarleg upplifun krefst ekki slíkrar
rannsóknar og gagnrýnin rannsókn gefur ekki af sér áhugaverðar niður-
stöður ffá trúarlegu sjónarmiði.4
I sögu eftir J.L. Borges, „Leit Averroes“, er skemmtilegt dæmi um
jafnvægislistina sem oft er nauðsynleg til að koma guðfræðilegum skiln-
ingi á veruleikanum heim og saman við veraldlegar orsakask\TÍngar.
Sagan segir frá samtali arabískra embættismanna í Andalúsíu á 11. öld,
en á meðal þeirra er heimspekingurinn Averroes. Einn gestanna er
4 Sumir heimspekingar nýaldar glímdu við spumingar tengdar sambandi guðlegs
vemleika og jarðnesks og leystu þær í heimspekilegum kerfum. Leibniz tekst í kerfi
sínu að komast framhjá yfimáttúrlegri orsökun, aðrir fara aðrar leiðir. En þegar upp
er staðið era allar lausnir á sambandi náttúrlegrar og yfimáttúrlegrar orsökunar
jafngildar þar sem þær krefjast ævinlega trúarlegs þáttar.
57