Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 59

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 59
DAUÐI OG OTEVIABÆR UPPRISA STAÐLEYSUNNAR leysan skissar veruleika sem er ólíkur tilteknu gefnu ástandi í grundvall- aratriðum, veruleild af öðru tagi. Þessi veruleikagliðnun staðleysunnar sviptir hana röklegu samhengi við það orðræðuumhverfi sem mótar hinn hversdagslega veruleika og kemur veg fyrir að vanabundin hugtök dugi til að til að fjalla um, staðfesta eða hafna tilgátum og kenningum um hinn nýja veruleika. Þannig er eitt megineinkenni staðleysunnar að hún er ekki bein rökleg afleiðing af gefnum forsendum heldur krefst hún gagngerrar umbreytingar eða umskipta. Slík umskipti verða aldrei útskýrð á fullnægjandi hátt og því er í raun ókleift að gefa skynsamlega skýringu á staðleysu. Hún lýsir veruleika sem nauðsynlegt er að skilja einhverskonar innsæisskilningi. Af þessari ástæðu er líka mikill munur á orðræðu staðleysuhugmyndaffæði og orðræðu fjölhyggjunnar og því má segja að staðleysa og veraldlegt frjálslyndi séu ósamrýmanlegar hug- myndir um þjóðfélagsþróun. Hin trúarlega hlið staðleysunnar gerir hana heillandi en veldur líka vanda. Hún krefst ósannfærandi samruna orðræðutegunda sem má líkja við samruna veraldlegra og yfirnáttúrlegra skýringa kristinnar trúar. I kristni, og sjálfsagt flestum trúarbrögðum, verður að gefa kost á or- sakaskýringum sem þó ná út fyrir veraldlegt orsakasamhengi. En það liggur í hlutarins eðli að yfirnáttúrlegar skýringar er ekki hægt að prófa með sama hættd og veraldlegar skýringar og því er ekki hægt að beita gagnrýninni rannsókn á þær. Orðfæri hennar er einfaldlega vanbúið að eiga við þær, kostirnir eru að trúa í heild sinni eða trúa ekki á orsakar- mátt yfimáttúrlegra afla. Þannig er skorið á tengsl trúarlegrar upplifun- ar og gagnrýninnar rannsóknar: Trúarleg upplifun krefst ekki slíkrar rannsóknar og gagnrýnin rannsókn gefur ekki af sér áhugaverðar niður- stöður ffá trúarlegu sjónarmiði.4 I sögu eftir J.L. Borges, „Leit Averroes“, er skemmtilegt dæmi um jafnvægislistina sem oft er nauðsynleg til að koma guðfræðilegum skiln- ingi á veruleikanum heim og saman við veraldlegar orsakask\TÍngar. Sagan segir frá samtali arabískra embættismanna í Andalúsíu á 11. öld, en á meðal þeirra er heimspekingurinn Averroes. Einn gestanna er 4 Sumir heimspekingar nýaldar glímdu við spumingar tengdar sambandi guðlegs vemleika og jarðnesks og leystu þær í heimspekilegum kerfum. Leibniz tekst í kerfi sínu að komast framhjá yfimáttúrlegri orsökun, aðrir fara aðrar leiðir. En þegar upp er staðið era allar lausnir á sambandi náttúrlegrar og yfimáttúrlegrar orsökunar jafngildar þar sem þær krefjast ævinlega trúarlegs þáttar. 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.