Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Side 62

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Side 62
JON OLAFSSON að sannfæra fleiri en sérfræðinga á tilteknum s\'iðum um kenningar sínar og væntingamar sem þær skapi. Vísindin hafa ekki aðeins markaðsvæðst, þjóðfélagið hefur vísindavæðst og þess sér merki víðast í hinum vestræna heimi. Vísindi em þekkingarffamleiðsla og sem slík stór hluti af hagkerfi samtímans sem á vafalaust efdr að stækka enn. Þannig munu stjórnmál í síauknum mæli snúast um þróun vísinda og stjórnmálamenn sækjast efrir auknum yfirráðum yfir vísindarannsóknum. Þessi ásælni, eðhleg sem hún kann að virðast, er hinsvegar ýmsum vandkvæðum bundin. Stjórnmála- menn vænta félagslegs og efnahagslegs árangurs af vísindarannsóknum. Þeir munu, rétt eins og viðskiptahfið, neyða vísindin til að réttlæta rann- sóknir sínar með tilliti til slíks árangurs. En þetta kann aftur að breyta eðli vísindarannsóknanna sjálffa. Hin árangurstengda staðleysa vísindanna, loforðið um uppgötvanir sem geta gerbreytt lífsháttum manna og lífs- möguleikum, verður nauðsynlegur hluti af viðgangi vísindanna. Greinar- munur á sannri vísindalegri orðræðu og vísindalegri mælskulist leysist upp þegar beita þarf brögðum til að selja vísindalegan árangur hvort sem um er að ræða að selja hann í bókstaflegum skilningi á markaði eða selja hann í þeim skilningi að sannfæra þá sem valdið hafa um gildi hans. Hér ætla ég að beina sjónum að staðleysunni sem vísindin búa til og reyna að halda við með mælskulist sem liggur einhversstaðar mitt á milli vísindalegrar og pólitískrar orðræðu. Eg mun færa rök fyrir því að þró- un vísindapólitíkur á síðustu árum sýni að staðleysan er langt ffá því að vera liðin undir lok. Hún lifir góðu lífi í nýrri vísindatrú sein beitt er til að réttlæta og rökstyðja viðamiklar þjóðfélagslegar áætlanir. Gegn staðleysu: Heimspekilegur darwinismi Vísindaleg aðferð eins og hún hefur þróast síðustu tvær aldir eða svo er í grundvallaratriðum andstæð útópískri hugsun. Vísindin eru ekki bara aðferð til að skapa þekkingu af ákveðnu tagi, þau móta gagnrýnina sem beitt er til að hafna vitlausum tilgátum og kveða niður bábiljur. Vísinda- leg aðferð er þannig eins konar dyravörður að musteri þekkingarinnar: Ekkert fer þangað inn sem eklci hefur fyrst verið prófað í þaula. Gagnrýni vísinda setur vangaveltum um hvernig hlutirnir geta verið ákveðin takmörk með því takmarka leyfilegar skýringar. Þannig er með rósirnar í Hindústan: Það er miklu nær að gera ráð fyrir missögn eða misskilningi heldur en að fallast á söguna. 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.