Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 92
BENEDIKT HJARTARSON
Heterótópíur: Hlutgerðar undankomuleiðir og athvörf ímenningu
síðkapítalismans
Greining franskra menntamanna á andófstækni hversdagslífsins á sjötta
og siöunda áratug 20. aldar markar þáttaskil í sögu útópískrar hugsun-
ar. I skrifum þeirra smýgur ímynd útópíunnar inn í raunveruleikann,
hún ummyndast í brot sem stendur líkt og innlyksa í menningu og
þjóðfélagi nútímans og hægt er að skilgreina sem heterótópíu. Þegar
útópísk viðmið nútímans hafa verið felld úr gildi ummyndast útópían í
vofu sem gengur ljósum logum um heimsmjmd okkar. Sú hugsun mn
annarleikann sem fann sér bólfestu í ímynd hennar kemst á reik og rat-
ar inn í okkar eigið raunverulega umhverfi, þar sem hún orsakar marg-
víslega bresti. Við nánari athugun reynist þessi virkni hafa fylgt útóp-
íunni allt ffá upphafi þótt hún hafi ekki orðið sýnileg fyrr en með
staðfræði Foucaults.
Hér er gagnlegt að líta á greiningu Foucaults á speglinum, þessari
„blönduðu eða sameiginlegu reynslu" heterótópíunnar og útópíunnar.6
I hans augum er spegillinn útópía, af því að hann er „staður án staðar“
sem birtir okkur mynd óraunverulegs rýmis handan við glerið. Spegill-
inn er þó um leið heterótópía, „að því marki sem hann er til í raun og
veru og hefur áhrif á þann stað sem ég er staddur á með endurvarpi
sínu“.68 Þessi heterótópíska virkni á í raun við um útópíuna í öllum
hennar myndum. Utópían endurspeglar okkar eigið þjóðfélagslega rými
og hefur þannig ófyrirsjánleg áhrif á heimsmynd okkar, draumurinn rnn
annan veruleika endurskilgreinir rými okkar og heldur því á stöðugri
hreyfingu. Heterótópían er skuggahlið útópíuimar, martröð þess sem er
dæmt til að fara úrskeiðis í draumnum um hið fullkomna samfélag. Það
hugboð sem útópían gefur um fullkonúð mannlíf dregur frarn veilurnar
í okkar eigin umhverfi og skipulagi. Hvers ktms tilraunir til að hrinda út-
ópískum áætlunum í framkvæmd umhverfast ennfremur í andstæðu sína.
Fullkomnunin sem aldrei verður náð birtir slíkar tilraunir sem brot, í
draumsýn útópíunnar opnast annarlegt svæði innan okkar eigin menn-
ingar.
Innan rökvæðingarferlis nútímans birtist heterótópían í mynd blindra
svæða sem fylgja skipulagningunni eins og skugginn. I mynd heterótóp-
67 M. Foucault (2002) bls. 137.
68 M. Foucault (2002) bls. 137.
90