Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Síða 92

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Síða 92
 BENEDIKT HJARTARSON Heterótópíur: Hlutgerðar undankomuleiðir og athvörf ímenningu síðkapítalismans Greining franskra menntamanna á andófstækni hversdagslífsins á sjötta og siöunda áratug 20. aldar markar þáttaskil í sögu útópískrar hugsun- ar. I skrifum þeirra smýgur ímynd útópíunnar inn í raunveruleikann, hún ummyndast í brot sem stendur líkt og innlyksa í menningu og þjóðfélagi nútímans og hægt er að skilgreina sem heterótópíu. Þegar útópísk viðmið nútímans hafa verið felld úr gildi ummyndast útópían í vofu sem gengur ljósum logum um heimsmjmd okkar. Sú hugsun mn annarleikann sem fann sér bólfestu í ímynd hennar kemst á reik og rat- ar inn í okkar eigið raunverulega umhverfi, þar sem hún orsakar marg- víslega bresti. Við nánari athugun reynist þessi virkni hafa fylgt útóp- íunni allt ffá upphafi þótt hún hafi ekki orðið sýnileg fyrr en með staðfræði Foucaults. Hér er gagnlegt að líta á greiningu Foucaults á speglinum, þessari „blönduðu eða sameiginlegu reynslu" heterótópíunnar og útópíunnar.6 I hans augum er spegillinn útópía, af því að hann er „staður án staðar“ sem birtir okkur mynd óraunverulegs rýmis handan við glerið. Spegill- inn er þó um leið heterótópía, „að því marki sem hann er til í raun og veru og hefur áhrif á þann stað sem ég er staddur á með endurvarpi sínu“.68 Þessi heterótópíska virkni á í raun við um útópíuna í öllum hennar myndum. Utópían endurspeglar okkar eigið þjóðfélagslega rými og hefur þannig ófyrirsjánleg áhrif á heimsmynd okkar, draumurinn rnn annan veruleika endurskilgreinir rými okkar og heldur því á stöðugri hreyfingu. Heterótópían er skuggahlið útópíuimar, martröð þess sem er dæmt til að fara úrskeiðis í draumnum um hið fullkomna samfélag. Það hugboð sem útópían gefur um fullkonúð mannlíf dregur frarn veilurnar í okkar eigin umhverfi og skipulagi. Hvers ktms tilraunir til að hrinda út- ópískum áætlunum í framkvæmd umhverfast ennfremur í andstæðu sína. Fullkomnunin sem aldrei verður náð birtir slíkar tilraunir sem brot, í draumsýn útópíunnar opnast annarlegt svæði innan okkar eigin menn- ingar. Innan rökvæðingarferlis nútímans birtist heterótópían í mynd blindra svæða sem fylgja skipulagningunni eins og skugginn. I mynd heterótóp- 67 M. Foucault (2002) bls. 137. 68 M. Foucault (2002) bls. 137. 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.