Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 114

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 114
GOTTSKALK Þ. JENSSON ar Jónsson stóð sig vel sem Kreon og Halldóra Björnsdóttir var ekki síðri í hlutverki Antígónu, uppreisnarmanns- ins með alpahúfuna. Olíkt sýningunni árið 1969, sem var mínimalísk og án augljósra skírskotana til eins eða neins, nema þá til módernismans sjálfs, re\mdi leikstjóri sýningarinnar árið 2000 að koma fyrir skírskotvmum til átakanna á Balkanskaga, og lýsti þ\ i yfir í viðtali við Hávar Sigurjónsson, í Morgunblað- inu hinn 24. desember, að verkið hefði komið honum fýrir sjónir „nánast eins og það hafi verið pantað af Amnesty International. Það hefur svo mikla vísun í alla umræðu um samvisku- fanga, hvað valdsmönnum leyfist og hvað þeir geta farið fram úr siimi eigin mennsku“. En meðvitaðar vísanir aðstandenda sýningarinnar árið 2000 til sam- tímans, þótt þær kæmust að mestu leyti til skila, virtust ekki vekja jaffi öflug viðbrögð og sýningin í Iðnó 1969. Halldóra Friðjónsdóttir skrifar leikdóm í DV28. desember 2000 sem minnir að takmörkuðu leyti á leik- dómana árið 1969: „Við horfum nánast daglega á fréttamyndir af blóð- ugum átökum þar sem bræður berjast (sbr. fyrrum Júgóslavíu) og hvar- vetna blasir við okkur dæmalaus hroki þeirra sem valdið hafa. Sem betur fer eru líka ennþá Antígónur á meðal okkar, manneskjur sem kjósa að fylgja eigin sannfæringu og samvisku jafnvel þó það kosti þær lífið“. Halldóra nefhir einnig „Grikkland á tímum herforingjastjórnarinnar, og ljósmyndir af hinum föllnu sem minna á leit chileanskra kvenna að horfnum ástvinum“, auk þess sem hún sér vísanir til píslarsögu Krists í þjáningum Antígónu. I hinum leikdómnum, sem er eftir Soffíu Auði Birgisdótmr og birtist í Morgunblaðinu sama dag, er ekki minnist beint á skírskotanir til átakanna á Balkanskaga. Soffía Auður les hins vegar „nútímavæddan“ búning Antígónu sem vísun til „andspyrnuhreyfingar- innar frönsku í síðari heimsstyrjöldinni“. Hvorugur ritdómarinn gerir sér mat úr pólitískum skírskotunum í sýningunni á forsendum kynjapólitíkur. Það er auðvitað sláandi við þennan samanburð að aðeins karlar skrifa leikdóma um áramótin I 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.