Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 156

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 156
ROBERT NOZICK venjulegt net félagslegra tengsla. Að veita manneskju slík gæði þarf ekki að fela í sér neina fórn fyrir aðra. Þannig getur manneskja í einurn heimi fengið það sem er meira um vert fyrir hana heldur en ágóðinn af því að vera í þeim traustu samtökum sem mest leggja uppúr þátttöku hennar. Þó að minna sé kostað til fær manneskjan meira í sinn hlut. Þar sem eðlilegt er að gera ráð fyrir að manneskjan vilji hámarka það sem í hennar hlut fellur (ífekar en að hún vilji hámarka það sem látið er af hendi), mun tæplega nokknr manneskja kjósa heim fullan af undirmáls- verum þar sem þátttaka hennar er lífsnauðsynleg. Enginn vill vera býflugnadrottningin. Traust samtök eru ekki heldur samtök sjálfsdýrkenda sem keppa um að vera hver öðrum fremri á sama sviði. Líklegra er að slík samtök séu sett saman úr íjölbreytilegum manneskjum sem hafa margvíslega hæfi- leika og kosti, þar sem hver og einn hefur hag af samfélagi við aðra, þar sem einstaklingarnir eru hver öðrum til ánægju og nota og bæta hver annan upp. Og hver einasta manneskja tekur samneyti við ýmsar teg- undir fólks með mismunandi kosti og hæfileika ffam yfir að vera eina gáfnaljósið í meðalmennahjörð. Einstaklingarnir fagna einstaklingseðli hvers annars og njóta þess þegar aðrir þroska til fulls með sér víddir og möguleika sem menn hafa látið mæta afgangi hjá sjálfum sér. Það er vel þess virði að rannsaka líkanið sem við höfum dregið upp hér í meiri smáatriðum. Það er áhugavert í sjálfu sér, gefur fi'rirheit um efhismiklar niðurstöður og er náttúrleg leið til að velta fyrir sér hug- myndinni um besta heim allra heima, auk þess sem það gefur okkur kost á að beita þróuðustu kenningum um val skynsamra einstaklinga (það er að segja ákvörðunarfræði, leikjaffæði og hagfræðigreiningu), en það em tól sem em án nokkurs vafa gríðarlega mikilvæg í stjórnmálaheimspeki og siðfræði. Með líkaninu beitum við ekki aðeins niðurstöðum þessara kenninga þar sem það á við, heldur skoðum við og rökræðum tilteknar aðstæður sem em ólíkar þeim er kenningasmiðirnir höfðu í huga. En þetta er í raun sama og það sem rökfræðingur mundi kalla að gera líkan af kenningunum. Jón Olafsson þýddi Sjá John Rawls 1971, A Theoiy of Justice (Cambridge Mass., I larvard University Press) kafli 9, grein 79, „The Idea of a Social Union“, og Ajm Rand 1957, Atlas Shnigged (New York, Random House) III. hluti, kaflar 1,2. !54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.