Húnavaka - 01.05.1973, Side 10
8
HÚNAVAKA
greindra sýslna 1962, var samþykkt að heijast handa um byggingu
safnhúss og fé til þess veitt. Átthagafélögin, seni áhugann höfðu vak-
ið, voru tilbúin með myndarlegan fjárstuðning og aðra aðstoð og
þjóðminjavörður vann að málinu með drengskap og áluiga.
í byrjun júní 1962 hófst bygging safnhúss við Ófeigsskála og varð
það fokhelt um haustið. Næstu árin sóttist verkið seint, vegna fjár-
skorts, en um haustið 1966, var húsið það á veg komið, að hægt
var að fara að koma fyrir munum. Var unnið að því um veturinn
að setja upp í skálanum, baðstofu og stofu og á útmánuðum og
vorið 1967 unnu safnverðir frá Þjóðminjasafninu að uppsetningu
muna. Var það gæfa safnsins, að hljóta svo góða umönnun þjóð-
minjavarðar og safnvarða Þjóðminjasafnsins, enda þykir safnið af
mikilli kunnáttu upp sett.
Sumarið 1967, þann 9. júlí, var byggðasafnið vígt og formlega
opnað til sýningar af ráðuneytisstjóra Menntamálaráðuneytisins að
viðstöddum þjóðminjaverði, safnvörðum, sem unnið höfðu að upp-
setningu, sýsluhefndum aðildarsýslna og fjölda annarra gesta, m. a.
forystumönnum átthagafélaganna, sem svo drengilega höfðu unnið
að framgangi málsins.
Síðan hefur safnið verið opið almenningi í 21,4—3 mánuði á sumr-
in og auk þess sýnt einstaklingum og liópum utan þess tíma, ef
óskað hefur verið.
Þegar gengið er uin salarkynni safnsins ber margt fyrir auga.
Þrennt mun þó flestum minnisstæðast. Það er hákarlaskipið Ófeig-
ur, baðstofan frá Syðsta-Hvammi og stofan frá Svínavatni.
Ófeigur er að verða aldargamall. Uin áratugi bauð hann birginn
úthafsöldum á utanverðum Húnflóa, flutti mikla björg í bú undir
stjórn harðsækinna sægarpa og hlekktist aldrei á. F.n köld hefur \ ist-
in verið á útmánuðum og árla vors, meðan enn voru veður hörð á
norðurslóðum, opið skip, lítt varið fyrir ágjöfum og úrkomu. Ekki
hefur það verið heiglum hent að eiga þar vist svo dægrum skipti.
En lífsbaráttan var hörð og sá, sem ekki dugði, varð undir. Valkost-
irnir voru ekki fleiri. Fyrir nokkrum sumrum kom í safnið að skoða
skipið gamall skipverji af Ófeigi. Hafði hann farið í nokkrar há-
karlalegur á yngri árum. Sjálfsagt hafa ýmsar minningar rifjast
upp, en þeim var ekki flíkað að fyrra bragði. Ég spurði eins og hver
annar landkrabbi: „Hvernig fóruð þið að sofa, þegar þið láguð úti