Húnavaka - 01.05.1973, Page 30
28
HÚNAVAKA
SÖNN ÍSLENZK GESTRISNI
Sumarið 1934 fór ég norður í Axarfjörð á bíl með kunningja mín-
um, sem átti foreldra þar. Þetta var skemmtilegt ferðalag, en vegur-
inn var víða slæmur. Við tjölduðum tvær nætur í Ásbyrgi. Það voru
unaðslegir litir í berginu, þegar sólin var að koma upp og eins þegar
hún var að setjast. Þá var bergið logagyllt töfrahöll. Vel var tekið
á móti okkur í Axarfirðinum og slegið upp skemmtun. Yfir í Þistil-
fjörð var enginn vegur og fórum við þangað ríðandi fimm saman.
Á leiðinni komum við á lítið sveitabýli uppi á háheiði. Það var eitt
ömurlegasta byggt ból, sem ég hef séð. Baðstofukytra hlaðin úr torfi
og grjóti, smá túnbleðill í kring, grár og visinn, þótt komið væri
fram í júlí. Þarna bjuggu öldruð hjón með tvo krakka. Húsmóðirin
var heima með lítinn krakka, er okkur bar að garði í skínandi góðu
sólbjörtu veðri. Við komum til þess að fá keypta mjólk og fengum
hana, en hún vildi endilega gefa okkur kaffi. Við sögðumst ekki
vilja koma inn — við værum svo mörg. Þá bar hún út á tún skín-
andi gott kaffi, og raðaði alveg óhemju af alls konar kökum og
brauði á þúfurnar. Þegar við höfðum drukkið nægju okkar, lijálp-
uðum við henni að bera inn. Það var ömurlegt að koma inn í dimma
moldarholuna úr sólskininu. í eldhúsinu var moldargólf, en þó var
eldavél þar. Ekkert vildi hún taka fyrir þetta, en við skutum saman
dálítilli upphæð í þakkarskyni fyrir gestrisnina. Næsta ár fór þetta
kot í eyði.
VF.GLEGT RF.ISUGILDI
Hvernig famist pér að koma hingað frd Reykjavik?
Mér fannst fyrst í stað vera heldur snautlegt hérna. Þegar ég kom
norður um mánaðarmótin maí-júní, var ekki hægt að byrja á mjólk-
urstöðinni. Það hafði tafizt ýta, sem átti að grafa fyrir grunninum.
Það varð að samkomulagi milli okkar Jóns Baldurs og Steingríms
Davíðssonar að ég tæki að mér að byggja barnaskólann. Þá var búið
að steypa kjallara. Um mánaðarmótin júní-júlí höfðum við lokið
við að steypa upp skólann, nema leikfimihúsið. Þá sneri ég mér að
mjólkurstöðinni.
Mjög fátæklegt var af öllunr verkfærum, en hreppurinn hafði