Húnavaka - 01.05.1973, Side 49
HÚNAVAKA
47
skáldið að aila sér yrkisefnis í skáldverkin. úetta reyndist orð að
sönnu. Næsta vetur var kaffikvöld í Menntaskólanum. Pálmi Hann-
esson, rektor, útvegaði okkur vin sinn, Halldór Kiljan Laxnes, til
skemmtunar. Hann hafði stóra bók meðferðis, álíka og Guðbrandar-
Biblíu. 1 upphafi máls síns, er hann hafði opnað PostiIIu sína, gat
hann þess að hann myndi nú lesa upp úr óprentaðri skáldsögu, er
hann hefði gefið nafnið, Þú vínviður hreini. Skáldið las nú tvo
kafla úr skáldverkinu, um hjálpræðisherssamkomu og hinn er Jó-
hann Bogesen, kaupmaður á Óseyri við Axarfjörð heldur ræðu í
salthúsi sínu fyrir lýðinn, um framfarir úti í firðinum, svo sem bylt-
ingu í öllu meðlæti. Áður voru bakaðar kleinur og jólakökur, nú
tertur og sandkökur.
Var að þessu hin bezta skemmtun. Skáldið hlaut mikið lófaklapp.
Rektor þakkaði fyrir okkar hönd og lýsti aðdáun sinni á þessu
skáldverki. Skáldið varð eitt sólarbros, eins og ungur prestur, sem
að aflokinni messugjörð verður þess aðnjótandi að fólk tekur í hönd
hans og þakkar honum fyrir kenninguna. Enda má ætla, að þetta
hafi verið fyrsta viðurkenningin á skáldsiigunni. Hefi ég eigi annan
tíma séð skáldið glaðara, nema ef væri á mynd þeirri, er hann geng-
ur á fund Svíadrottins, til að taka á móti Nobelsþóknuninni úr
hendi hans.
Tóku menn nú að gæða sér á kaffi og kleinum og jólakökum,
rektor, skáldið og skólapiltar.
Þá ber að geta þess, að um þessar mundir var Knut Hamsun mjög
dáður og lesinn af skólapiltum og menn ræddu um hann sín á milli
og lögðu eyrun að því, er um hann var skrifað.
Er eigi að orðlengja það, að nú stóð upp einn af skólapiltum,
gáfumaður mikill og manna mælskastur og kvaddi sér hljóðs. Var
hann í miklu áliti, sem verðugt var. Hann kvað koma sér undarlega
fyrir sjónir lofgerð rektors um skáldskapinn. Sneri sér bráðlega að
skáldinu og meðferð hans á Knut Hamsun og krafðist svars. Því að
hann segði að bækur hans væru skrifaðar fyrir auðvaldsbullur. Þetta
eitt man ég úr ræðunni. Að aflokinni þessari ræðu sló þögn á lýðinn,
en rektor reiddist.
En skáldið fór upp í Pontuna. Vafðist fyrst tunga um tönn, en
bráðlega sótti hann í sig veðrið og varð mælskur. Það eitt man ég úr
ræðu hans, að um Knut Hamsun sagði hann þessi orð, að stíll hans
og áróður mætti kalla, að sem áfengur væri fyrir lesendur.