Húnavaka - 01.05.1973, Síða 56
54
HÚNAVAKA
Við fórum síðan utan 17. ágúst. Hestarnir voru farnir nokkru á
undan okkur. 1 hópniun voru auk okkar hjóna, Ciunnar Bjarnason,
sem var fararstjóri, kona hans og stjúpdóttir, Reynir Aðalsteins-
son hinn landskunni hestamaður á Hvítárbakka og kona hans.
Við Reynir áttum að þjáll'a hestana fyrir mótið og vera síðar
knapar Jrar.
SKRÍTIÐ ÞÓTTI AÐ BIÐJA UM MJOLK.
Við flugum til Luxemburgar með Loftleiðavél. Þaðan fórum við
með áætlunarbíl um 500 km leið til Frankfurt.
Nú segir Guðrún okkur frá skemmtilegu atviki við landamæri
Luxemburgar og Þýzkalands, þegar tollverðir komu að bílnum og
vildu sjá vegabréf ferðafólksins. (ireip bílstjórinn þá bjórdós og gal'
Jjeim, blikkaði farþegana og hélt áfram án frekari skoðunar. Cfóðir
tollverðir Jjað.
Og Guðrún heldur áfram: Vegir þarna eru allir mjög góðir og er
Jreim skipt í akreinar Jjannig að aldrei er umferð á móti. Við ókum
um frjósöm héruð, fram hjá mörgum bændabýlum og í gegnum
stórar borgir. Það var mjög fallegt á Jressari leið, Jx'itt síðar færtun
við í gegnum enn fallegri héruð.
Já og svo voru Jrað skógarnir, segir Sigurður, Jjeir voru mjög
miklir, hindruðu útsýnið og Jrreyttu mig. Það gladdi mig alltaf, Jjeg-
ar við fórum fram hjá bændabýlum og kúahjarðirnar sáust. Allar
voru þær rauðar eða rauðskjöldóttar. Róndinn var ofarlega í mér
Jxarna eins og ævinlega.
Þesrar komið var til Frankfurt tók Pétur sonur Péturs Péturssonar
o
alþingismanns á móti okkur og var búinn að útvega okkur bíl til
Schotten. Þangað komum við ekki fyrr en um miðnætti.
Góðkunningi Gunnars, Drechsler að naliii tók Jjar ;í móti okkur.
Hestarnir voru í geymslu á búgarði hans. Drechsler er fatakaup-
maður og verzlun hans svo stór, að þegar inn er komið rétt grillir í
hinn enda hennar. Drechsler fer nú með okkur á hótel, sem við átt-
um að dvelja á. Þar var okkur boðin hressing og þáðum við Jrað með
þökkum, enda þurfandi fyrir næringu eftir langa ferð. Ég bað um
mjólk og lékk hana. F.n ég sá að Þjóðverjinn glotti við tönn, er hann
bar fram mjólkina. Auðsjáanlega fannst honum bónin skrítin. Þeg-
ar ég smakkaði á mjólkinni skyldi ég hvers vegna. Hún var vægast