Húnavaka - 01.05.1973, Síða 59
HÚNAVAKA
57
lijóst hann við að með því kynntist hann þjóðinni vel, þeirri þjóð,
eins og hann sagði, sem cirykki ekki bjór heldur aðeins „svartadót".
Alltat var hann kátur og fjörugur og léll okkur mjög vel við hann.
MYNDUÐ \ÍF.Ð BORGARSTJÚRANUM.
Og nú segir Ciuðrún okkur frá því, livað Jra'r konurnar hiifðu
lyrir stafni þessa daga.
Við sválum venjulega fram til kl. tíu á morgnana, en lágum síð-
an í sólbaði eða fórum í sundlaug, sem var við hótelið. F.innig fór-
um við stundum að verzla. Búðirnar eru á mörgum hæðum og rúllu-
stigar ;í milli. Og þarna fékkst allt milli himins og jarðar. hað var
reglulega gaman að skoða og verzla í þessum risabúðum.
bannig gekk hið daglega líf lyrir sig hjá okkur, segir Sigurður, og
alltaf var eitthvað nýtt og skemmilegt að koma lyrir. Margir komu í
heimsókn m. a. íslendingar, sem bjuggu í nágrenninu. Var Jiað
jafnan fagnaðarlundur. Jón Ingi Jósafatsson frá Blönduósi var einn
Jreirra. Hann reyndist mér í alla staði mikill lyrirgreiðslumaður,
t. d. við sölu hestanna, en frá Jrví verður sagt síðar. F.n nú ættir þú
Guðrún að segja Irá því, þegar borgarstjórinn í Schotten kom í
heimsókn.
Já, þeir boðuðu komu sína á hótelið borgarstjórinn og nokkrir
borgarfulltrúar, Jrví að Jseim þótti svo varið í að íslendingar skyldu
velja þeirra borg til æfinga fyrir mótið. Þegar þeirra var von, klædd-
ist ég íslenzka búningnum. Urðu Jieir óskaplega hrifnir af honum
og fannst liann mjög fallegur. Borgarstjórinn gaf okkur konunum
blóm, en karlmönnunum gaf hann mynd af Ráðhúsinu í Schotíen.
Svo vorum við mynduð í bak og fyrir og þar sem ég var í íslenzka
búningnum var ég mynduð sérstaklega með borgarstjóra og hans
förunautum. Si'i mynd birtist síðan í blöðunum.
Blöðin skrifuðu allnokkuð um okkur, segir Sigurður og þannig
átti t. d. eitt blaðið viðtal við Gunnar Bjarnason. I>ar sagði hann frá
hverjum og einum, sem þátt tæki í mótinu af íslands hálfu. Gunnari
er lagið að gera ekki minna úr hlutunum en efni standa til og þegar
hann sagði frá mér, var Jrað á þá leið að ég væri bóndi á íslandi og
ætti um eitt hundrað hross auk annars búpenings. Landstærðin, sem
ég átti að eiga, var einnig yfirdrifin í samræmi við hrossaeignina.