Húnavaka - 01.05.1973, Page 64
62
HÚNAVAKA
Er við höfðum komið okkur fyrir á hóteli, fórum við að skoða að-
stæður á mótsstað. Ekki neita ég því, að það fór svona skjálftahrol 1-
ur um mig. Nú átti ég að koma fram opinberlega á erlendri grund
innan fárra daga. En ég reyndi að láta ekki á neinu bera.
Næstu daga notuðum við til að æfa hestana á mótsstað. Auk okk-
ar og Þjóðverja voru keppendur frá Sviss, Hollandi, Danmörk og
Austurríki. Við kynntust fólkinu mjög vel og eitt kvöldið buðu
Svisslendingar til veizlu. Hún var haldin úti í garði í tungsljósi og
dásamlega fögru veðri. Eldur var kveiktur í miðju rjóðrinu og allt
í kring voru tendruð ljós í öllum regnbogans litum. Veitingar voru
ekki skornar við nögl, bjór og pylsur ásamt öðru góðgæti, og menn
skemmtu sér konunglega fram eftir nóttu í þessu rómantíska og'
friðsæla umliverfi.
Aðalkjarninn í þessu öllu er þó sú mikla og góða kynning, sem fer
fram þjóða í milli og tilfinningin fyrir að við erum öll af sömu rót-
inni.
LÍTILL EN ÁHUGASAMUR HÓPUR.
Við íslendingarnir kepptum á tilsettum tíma og lentum í öðru
sæti næst á eftir Þjóðverjum. Ég bjóst við að á mótið kæmi margt
fólk, en svo varð ekki. Þangað kom fátt fólk, en greinilega mjög
áhugasamt, og höfðu sumir ferðast langan veg til að geta verið við-
staddir þennan atburð. Það gaf mér til kynna að sá hópur, sem
áhuga hefur fyrir íslenzka hestinum, sé ekki ýkja stór.
A þessu móti sá ég spjaldadóma í fyrsta sinn. Varð ég mjög hrif-
inn af því fyrirkomulagi og tel að með því fáist mikið réttlátari
dómar.
Strax að mótinu loknu var haldið uppboð á hestunum. Tilboð
fengum við þó ekki það há að við vildum selja. En við höfðum undir-
búið sölu og strax um kvöldið seldust flestir þeirra fyrir gott verð,
mishátt að vísu. Hinir voru teknir í umboðssölu og seldust síðar.
ÞAÐSNARTBÓNDANN.
Að mótinu loknu fórum við til Saarbrucken. Sú borg er á landa-
mærum Þýzkalands og Frakklands. Þar dvöldum við í þrjá daga í