Húnavaka - 01.05.1973, Side 77
HÚNAVAKA
75
ir kátustu. Eftir góða hvíld kom öllum saman um að ná í mýmeti til
kvöldverðar, þótt silungurinn hefði brugðist í Refsvinu. Við höfð-
um séð fugla á tjörninni milli Sauðafjallanna, en þeir félagar höfðu
í ferðinni tvo riffla, mestu þing. Lögðum við af stað þrír, en Sig-
urður varð eftir til að koma öllu dótinu í lag eftir föngum. Við fór-
um auðvitað ríðandi. Guðmundur tók með í ferðina eina brenni-
vínsflösku nær því fulla og var eitthvað tekinn úr henni tappinn og
minnzt við hana án trega.
Þar sem tjörnin er allstór fórum við sitt hvoru megin við hana, ég
annars vegar, en þeir Guðmundur og Lárus hins vegar og var þó
færi mjögt langt á miðja tjörnina. Við treystum okkur samt nokkuð
vel, þar sem allir eru þaulvanir rjúpna- og refaskyttur. Samt fór það
svo að mörg fóru skotin framhjá, enda fuglarnir á hröðu sundi. Ég
tók fljótt eftir því að rifillinn, sem ég var með, fór ekki rétt með og
sá ég á vatninu, þar sem kúlurnar komu niður, að munaði nokkru
til hliðar. Mér heppnaðist þó um síðir að skjóta einn fugl, litlu
síðar felldi Guðmundur annan og að lokum féll sá þriðji. Þá var
talið að komið væri í máltíð og við hættum. Logn var næstum á og
bar fuglana seint til lands, svo að ég siga tíkinni minni út til að
sækja einn. Sótti hún sundið knálega og var komin næstum út á
miðja tjörn, þegar einn fugl sneri á móti henni og varð hún þá svo
hrædd að hún sneri við í ofboði og synnti allt hvað af tók til baka.
Við hlógum dátt að þessu. Þegar hún kom í land var hún orðin svo
þrekuð að hún gat naumlega skriðið upp úr eða staðið. Kölluðum
við tjörnina Tíkartjörn upp frá þessu. Við nenntum ekki að bíða
eftir því að síðasti fuglinn flyti að landi, en ætluðum að taka hann
morguninn eftir og vildum hraða okkur með hina heim til að sjóða
til kvöldverðar. Það óhapp hafði hent hjá þeim Guðmundi og Lár-
usi að flaskan góða hafði brotnað og allt farið niður úr henni. Fór
það vissulega niður í annan stað en ætlað var.
Guðmundur var orðinn stirður mjög til gangs eftir allan þvæling-
inn um daginn, bæði gangandi og ríðandi, varð hann næstum að
skríða á höndum og fótum, og er hann þó harðgerður vel. En svo er
mál með vexti, að hann hefur einhvern liðamóta sjúkdóm í mjöðm-
unum og hefur verið skorinn upp beggja vegna við því, en lítinn
bata fengið. Er það hörmulegt með ungan atorkumann.
Við riðum nú til bílsins og hugðum gott til matar um kvöldið. Ég
tók að mér fuglana og sækja vatn, en Guðmundur gerðist kokkur,