Húnavaka - 01.05.1973, Page 99
HÚNAVAKA
97
Skyldi hann ná
lokað — Suðursjór orðinn stöðnvatn, og sjávarfalla hætt að gæta.
Stíflan er gerð þannig, að hlaðnir eru tveir samhliða garðar úr þung-
um, seigum leir, sem fluttur er að í skipum, sem losa farminn niður
í gegnum botninn, síðan er sandi dælt í bilið sem verður á milli.
Hliðarnar eru varðar með grjóti, sem sótt er til Belgíu, Frakklands
og Þýzkalands, sem og mest það grjót, sem notað er í Hollandi enn
þann dag í dag.
Lundnýtingiu.
Til að nýta landið á botni Suðursjávar eru gerðir hringlaga varn-
argarðar og jafnframt byggðar risavaxnar dælustöðvar (afköst 1—2
millj., f. pr. min.) og skipaleiðir gegnum þessa garða. Þegar hring-
urinn lokast, er hafizt handa við að dæla burt vatninu. Þessar eyj-
ar eru 40—f>0 ha., að stærð, og yfirborð þeirra 4—fi m, undir vatns-
fletinum umhverfis. Þegar botninn kemur í Ijós, vatnssósa og vart
fær fótgangandi manni, er liafizt handa um uppþurrkunina, sem
venjulega tekur nokkur ár. Við þær framkvæmdir hefur þí'óast marg-
vísleg tækni, sem sniðin er að hinum óvenjulegu aðstæðum, s.s. flot-
gröfur, plógar dregnir með spili o. fl. Kerfi skurða og lokræsa, lögð
7