Húnavaka - 01.05.1973, Page 100
98
HÚNAVAKA
út eltir fyrirfram gerðri áætlun, sjá fyrir jafnri og góðri þurrkun alls
svæðisins. Hægt er að stjóra grunnvatnshæðinni, þannig, að í þurrka-
tíð má t. d. vökva jarðveginn neðan frá og liafa ætíð hina æskileg-
ustu grunnvatnsdýpt. Hinar öflugu dælustöðvar sjá um þessa vatns-
miðlun.
Eftir því sem landið þornar, teigja vegirnir sig lengra um það.
Algengast er að þeir séu úr hellusteinum, sem J^ola meiri hreyfingu
en t. d. malbik. Reynslan hefur kennt, að staðgóðar rannsóknir eru
mjög mikilvægar, þegar landnám sem Jiætta fer fram. Því eru gerðar
að staðaldri margvíslegar jarðvegsrannsóknir s. s. á cfnainnihaldi og
hlutföllum ýmissa efna, kornabyggingu jarðvegsins, svo og á lífræn-
um þáttum t. d. gerla og plöntugróðri. Allt þetta breytist ört við
þurrkunina og þar kemur, að hægt er að sá í landið.
Fyrst er sáð jurtum, sem sýnt hafa mikla hæfni til vaxtar við hin-
ar sérstöku jarðvegsaðstæður og nefnist Jjað forræktarskeið. Þetta
bætir jarðveginn, miðað við þarfir þeirra nytjajurta, sem notaðar
eru í landbúnaði og garðyrkju. Raps er mikið notað í Jaessa forrækt,
en úr fræjum þess er unnin olía til matvælaiðnaðar, og afgangurinn
er notaður sem próteingjafi í fóðurblöndur fyrir búfé.
Skipting og leiga.
Að loknu 4—6 ára forræktartímabili, er landinu skipt niður í
jarðir, sem leigðar eru einstaklingum. Þessi skipting fer fram sam-
kvæmt áætlun, sem miðar að sem eðlilegastri byggð. Það skipulag,
sem unnið er eftir, nær ekki aðeins til bújarðanna, heldur einnig
til þorpa og bæja. Á hverri eyju er gert ráð fyrir töluvert stórum bæ,
(5—8.000 íbúar) sem einskonar miðstöð. Þar eru stærri verzlanir,
bankar, æðri skólar, kirkjur, leikhús o. Jr. h., auk iðnaðarhverfa. Þar
er og gert ráð fyrir útivistarsvæðum og íþróttavöngum umhverfis.
Út frá þessari miðstöð eru síðan smærri Jjorp. í þessum þorpum, sem
eru nánast ein eða tvær götur, eru Jieir aðilar, sem mest samskipti
hafa við bændafólkið umhverfis. Þar eru skyldunámsskólar, smá
kirkjur, verkstæði, matvöruverzlanir, pósthús o. fl.
Stærð jarðanna er breytileg þannig, að minnstu jarðirnar eru næst
þorpunum, en þær stærstu lengra burt. Stærðin er frá 12—48 ha.,
auk þess eru garðyrkjubýli stundum skipulögð umhverfis Jrorpin.