Húnavaka - 01.05.1973, Side 102
100
HÚNAVAKA
og enn meiri sigur að geta ankið það. Þetta er grundvöllur þeirra
stórkostlegu framkvæmda, sem ráðizt hefur verið í, og einnig þess,
hve vel hefur til tekizt með framhaldið, — mótun nýs þjóðfélags á
landi numdu úr djúpi. Af þessu má margan lærdóm draga, en þó
þann mestan, að gott skipulag og virk samheldni gera gæfumuninn.
Framtíðardraumurinn er ennþá stórkostlegri stíflugerð, þ. e., milli
þeirra eyja, sem mynda eyjabogann úti fyrir strönd landsins, og
þegar hann rætist er Holland loks „fullgert".
Torfalæk í febrúar 1973.
Leiðrétting við Hollandspistil I í 12 árg. Húnavöku.
Á bls. 71 segir að um 50% nautgripa í Hollandi tilheyri Gron-
ingen-kyni. Það á að vera 5%.
Eldur og kvenfólk.
Hollenzkur skipstjóri, Zorgdrager, kom hingað til íslands 1699 og lýsir liann
húsakynnum íslendinga svo: Pau eru gerð af torfi og mold, en hurðir, sperrur
og stoðir úr tré eða hvalheini. Á sperrurnar er þakið með hrísi og torfi, og þegar
þessi hús séu byggð undir brekku, geti hent, að menn gangi óafvitandi út á
þökin og viti ekki fyrr til en þeir vaði þar í reyk úr eldhússtrompinum.
Þessi húsakynni eru svo lág, að menn komast ekki inn í þau nema hálfbognir,
eða verða jafnvel að skríða. Á þakinu er gat og yfir því tunna, og undir gatinn
er kynntur eldur á miðju gólfi. Kringum lrann situr kvenfólkið, prjónandi og
saumandi, meðan dagur endist.