Húnavaka - 01.05.1973, Qupperneq 105
HÚNAVAKA
103
sönn, því að enginn mundi leyfa sér að prenta lygi, hvorki í scigu-
formi eða á annan hátt.
Ég hafði ekki haft rnikil kynni menntaðra fræðimanna og kunni
heldur enga grein þar á, en ég fór þó í huganum að bera þá fáu, sem
ég hafði heyrt talað um saman við Gísla. Fyrst af öllum datt mér í
hug sóknarpresturinn sem var nýbúinn að húsvitja. Eftir að ég hafði
metið og vegið allt hlutdrægnislaust frá beggja hálfu, duldist mér
ekki að Gísli var langtum fremri, bæði fyrir smekkvísi á umtalsefni
og frciðleik yfirleitt, að því ógleymdu hvað hann var skemmtilegri,
þrátt fyrir það að sögur hans settu stundum að mér æsandi, ótta-
blandin hroll.
Um langan alclur áttu ýmis höfuðból og betri heimili sína eigin
drauga eða afturgcingur, sem tilheyrðu staðnum eins og gamla vinnu-
fólkið, sem lielzt aldrei mátti skipta um vist. IJm kotbæi var allt
c'iðru máli að gegna, flökkudraugar, sem hvergi áttu hæli, komu þar
náttúrlega við stöku sinnum, en gátu hins vegar ekki verið þekktir
fyrir að vera kenndir við slík hreysi að staðaldri og sniðgengu þau
lieldur.
IJm tvítugs aldur var ég svokallaður vinnumaður ;í tveimur bæj-
um í Húnavatnssýslu, eitt ár á þeim fyrri, sem var Auðkúla í Svína-
dal, og þrjú ár á Mól)ergi í Uangadal. Þessi tvc") ágætu heimili, sem
ég man lengur en marga aðra staði, sem ég hefi dvalið á, höfðu
hvort um sig, einn eigin heimilisdraug. Móberg átti Móbergs-Móra,
sem mér þótti ekki mikið varið í, vegna þess, að mér auðnaðist
aldrei að kynnast honum hvorki í sjón eða reynd, en samverkafólk
mitt — sumt að minnsta kosti — sá hann næstum daglega og taldi
þann ágalla minn hörmulegan, að vera ekki skyggn.
Auðkúla hafði aftur á móti fleiri en einn, enginn vissi hve marga,
en hitt var cöllum kunnugt, að allt voru það afturgengnir Auðkúlu-
prestar, er höfðu fyrir langa -löngn drukknað í Svínavatni, á leið frá
samnefndum kirkjustað til Auðkúlu. F.nginn veit hvað sögn þessi
er gömul, varðar heldur ekki miklu máli.
Vegalengdin milli Auðkúlu og Svínavatns er ef til vill ein og
hálf ensk míla, sé farin skáhöll leið ylir suðurhluta vatnsins og sú
leið var ætíð farin þegar ísalög voru. Frá Auðkúlutúni liggur hall-
andi mýri alla leið ofan að bökkum Svínavatnsins. Á vetrum leggur
samfellda svellbreiðu á alla þessa mýri og má því heita einn góður
skeiðsprettur milli b;ejanna á flughálum og glærum ísum. A þess-