Húnavaka - 01.05.1973, Qupperneq 107
HÚNAVAKA
105
mér að þeir þyrftu ekki mikið að fyrirverða sig fyrir samneyti við
mig.
Einn sólbjartan sunnudag sat ég inni í baðstofu í ró og næði og
þyrlaði reyk í fagurlegum rósahringjum allt í kringum mig.
Presturinn, húsbóndi minn gekk fram hjá, leit til mín og tók sér
sæti í grennd við mig.
„Svo þú reykir þá,“ sagði hann vingjarnlega.
„Já, dálítið," svaraði ég ofurlítið upp með mér og bjóst við að
hann mundi láta orð falla í þá átt að slíkt væri þroskamerki, á ekki
eldri manni. En í þess stað segir hann.
„Veiztu það Jónbjörn að þú er fyrsti unglingurinn í minni þjón-
ustu, sem notar tóbak, svo að nokkru nemi. Ég tel það fremur ósið,
þegar alls er gætt. Tóbak spillir heilsunni, það kostar töluverða pen-
inga að ógleymdri eldshættunni, sem af því stafar. Mitt ráð er, að
þii annað hvort hættir því algjörlega, eða minnkir það um helming.“
Hann gaf mér engan tíma til svars, en stóð upp, brosti vingjarn-
lega og gekk til stofu. Mig hálflangaði til að spyrja hvenær hann
liefði sjálfur byrjað að reykja, en bæði var það, að mig brast kjark
til, enda enginn tími heldur.
Eg tók þessa ráðleggingu til alvarlegrar íhugunar og gjörði ráð-
stafanir samkvæmt henni, tafarlaust. Fyrsta sporið var að geyma
aldrei tóbak inni í baðstofu, þar sem ætíð var þægilegt að ná til þess.
(ieymslustað kaus ég í skála nokkrum langt fram í bæ, og þangað
varð ég að sækja hverja pípufylli, eina í einu. Skáli þessi kemur
síðar við sögu.
Eitt sinn spurði ég prestinn hvert álit hans væri á þessum drauga-
siiguin sem gengju hér fjiillum hærra. Hann sagðist halda, að öll til-
driig þeirra mála væru óábyggilegar þjóðsagnir. Hann sagðist aldrei
hal'a séð neitt grunsamlegt, enda ekki skyggn.
Vorið leið hjá og sumarið einnig. Haustannir byrjuðu og nótt tók
smám saman að lengja let lyrir fet. Snemma á jólaliistu lilóð niður
tiiluverðum snjó, en innan fárra daga gjiirði hláku svo mikla að iill
þessi fiinn þiðnaði á skiimmum tíma. Eg hélt enn sömu háttum um
tóbaksnotkun, náði vanalega í eina pípufylli um háttatíma hvert
kviild.
Húsaskipan á Kúlu var slík, að úr baðstofu voru liing giing þráð-
beint til bæjardyra. Tvennar voru krossdyr á þessari leið, leiddu hin
innri til búrs og eldhúss, en hin fremri til stofu og skála þess, sem