Húnavaka - 01.05.1973, Page 115
HÚNAVAKA
113
á raddhreimnum að þeir séu að fylgjast með æsandi atburði. Ég vil
gjarnan komast í félag við þá. Þeir eru að koma inn frá gegningum,
til hádegisverðar.
„Líttu út um norðurgluggann“, segja þeir einum rómi. Ég gríp
ekki strax hvað ég á að sjá.
„Þarna hefur hún setið í allan morgun. Krummi gamli komst
einu sinni í þá dauðu og reif fjaðraskúf af henni, svo að þyrlaðist
vestur á tjörn. Hún hefur setið þarna á bakkanum síðan, því að ef
hún víkur sér frá, er sá gamli óðar kominn.“
Nú sé ég hvað drengurinn á við. Á vestari bakka Nyrðri-Hausa-
pollsins situr álft og teygir upp hálsinn. Við bakkann er hvít þúst.
Það er sýnilega maki hennar dauður. — En yfir engjunum flögrar
krummi gamli og bíður færis. Það væri honum ekki ónýtur fengur
að komast í dauðu álftina. Sennilega er hann einmitt að safna í
hreiðrið núna, og svo fylgir máltíð.
Svanurinn, sem eftir lifir og tekið hefur sér stöðu á bakkanum, er
sýnilega ráðinn í að halda þarna heiðursvörð um fallinn vin sinn.
Allan daginn var lemjandi rok og ausandi rigning, en svanurinn
væk ekki af verðinum. Við og við reis hann upp og barði vægjunum
móti veðrinu eins og honum væri svölun að láta rigninguna berja
brjóst sitt. Þess á milli sat hann þarna og drúpti höfði. Ég undrað-
ist það, sem ég var sjónarvottur að.
Dagurinn leið, illviðrið hélzt. Alltaf sat álftin á bakkanum.
Hvergi var aðra svani að sjá. Þær höfðu verið komnar fyrir nokkru,
þessar tvær. Komu um leið og leysingin leyfði. Hvað skyldi hafa
orðið annarri að aldurtila? Ég vissi ekki til að nokkur maður hefði
áreitt þær.
Seint um kvöldið kom ég út. Það var nærri aldimmt. Enn hélzt
rigningin, storminn var heldur að lægja. — Þá bárust að eyrum mér
tónar svo magnþrungnir, sárasta trega, að ég hlaut að hlusta. Þeir
bárust handan yfir ána frá álftinni hvítu, sem vakti yfir ná síns
látna vinar.
Engin orð fá lýst þessu kvaki, enginn snillingur tjáð dýpri sorg
í tónum.
Hér var ekki verið að sýnast. Engar aðrar álftir höfðu verið hér í
dag eða látið sjá sig hér á þessu vori. Það var hinn vart bærilegi
tregi, sem knúði fram þessa tjáningu. Ég gat ekki varizt klökkva við
að heyra þetta örvæntingar og sorgþrungna kvak, sem rauf þögnina.
8