Húnavaka - 01.05.1973, Page 118
116
HtJNAVAKA
eðli sínu var hann þó ekki gæfur og þótti bæði fælinn og pöróttur í
æsku, en í góðri umgengi var hann allra hesta prúðastur, og marg-
an brauðmolann fékk hann að launum fyrir vel unnið starf. Stund-
um kom þó fyrir að hann gleymdi því að reiðkonan var ekki há í
loftinu og brá í galsa á eftir hestunum. Ultum við þá af baki, en
aldrei kom til meiðsla, því að þegar hann fann að ásetan var orðin
eitthvað óstöðug, hægði hann ferðina þótt það væri stundum of seint
til að ná jafnvægi aftur. Stóð hann þá yfir okkur með sorgarsvip,
eins og hann vildi biðja fyrirgefningar á þessu óhappi. Fljótt var þá
risið upp aftur og ferðinni haldið áfram.
Hann var traustur dráttarhestur og óhræddur við allt, sem hon-
um var beitt fyrir. En eitt var það, sem hann óttaðist alla æfi. Það
voru bílarnir. Þegar fyrsti bíllinn fór um Langadal, var hann foli í
tamningu og var þá nýfarið að beita honum fyrir kerru. Var mér
sagt frá því, að þegar bíllinn birtist, var verið að nota hann á túninu
skammt frá veginum. Skipti það engum togum að hann trylltist og
sleit sig lausan og þaut til fjalls með kerruna í eftirdragi. Sleit hann
smátt og smátt allt af sér og var titrandi af ótta og í einu svitabaði,
þegar hann náðist. Ekki varð þetta til þess að hann hræddist kerru
eða annan drátt á eftir, allur ótti sneri að bílunum. Við þá sættist
hann aldrei til fulls, en svo mikla sjálfstjórn hafði hann, ef hann
mætti bíl, þegar frá leið, að þó hann titraði við, hreyfði hann sig
aldrei. Og hvaða barni var liægt að trúa fyrir Fleygir. Óhætt var og að
senda hann spottakorn með kerru, er hann var á heimleið. Hann vék
þá sjálfur fyrir bílunum og haggaðist ekki, og ekki fór hann fram
lijá afleggjaranum heim. Þannig hagaði til að hesthús var við veg-
inn og þurfti að krækja fyrir það. Einu sinni hafði hann ekki reiknað
beygjuna rétt út og lenti annað kerruhjólið í vegginn og beið hann
þá rólegur þar til hann var losaður úr prísundinni. Oft voru erfið-
ar kaupstaðarferðir hjá aumingja Flegir, var hann þá oft sveittur
undir klöfunum, enda sáust þess snemma merki. Man ég lengst eftir
honurn með hvít klafaför og oft var klórað og strokið um þessa
bletti með smáum höndum og virtist hann alltaf jafn þakklátur fyr-
ir það. Hann er elzti hestur, sem ég hefi þekkt, en hann varð þrjá-
tíu og sjö ára gamall. Þá var andlitið orðið næstum hvítt og allur
búkurinn silfurgrár. Hann var heilsugóður fram á elliár, en var
orðinn þreklítill og hættur að geta sprett úr spori.
Man ég oft hvað ég kenndi í brjósti um hann, þegar ég var að