Húnavaka - 01.05.1973, Side 129
HÚNAVAKA
127
fyrir dugnað, hagsýni og sparneytni lijóna hafi víða verið þröngt í
búi. En hjónin komu upp þróttmiklum börnum, hertum í skóla
lífsins, með sjálfsbjargarhvöt og heiðarleika í veganesti, ævilangt.
Með hliðsjón af slíku, er fullkomin ástæða að minnast, að mæður
þess tíma, — bæði til sjávar og sveita, — kappkostuðu að leggja grund-
völl sannrar Guðstrúar og siðgæðis í hjörtu barna sinna og vanræktu
þau ekki jrótt þreyttar væru eftir erfiði og áhyggjur daglegs lífs,
báru umhyggju fyrir þörfum þeirra, hjúkruðu þeim sjúkum, vermdu
kaldar hendur og fætur. Aldrei heyrðist sjómaður kvarta, eða sjó-
mannskona yfir að lítið væri um mat á borð að bera eða vöntun
nauðsynja. Til voru hér í kauptúninu formenn, sem höfðu haldið
um stjórnvölinn á litlum árabátum allt að hálfrar aldar skeið, og
hættu sjósókn þá ellin barði að dyrum. Þeim var hverju sinni full-
komlega skiljanlegt að árabátar þeirra voru sem skeljar á sjó í
vondum veðrum. Því var andlegur styrkur þeirra, trú á almættið.
Skynjan þeirra og athygli varð skarpari vegna hættulegrar lífs-
baráttu, en stjórnarhæfni þeirra tíma sjómanna lifir enn á prent-
uðu máli. Þeir komu oft að landi með mikinn afla, eftir þeirra
tíma venju og gáfu fisk í soðið hverjum, sem ekki gat greitt verð
fyrir, gilti það jafnt, hvort þeir fiskuðu mikið eða lítið.
Hjálpsemi og greiðvikni var virkur þáttur í lífi fólks á þeim
tíma. Það var fjarri huga þess að „dansa í kring um gullkálfinn".
Sjómenn voru vakandi fyrir dásemdum tilverunnar, einkum með
hliðsjón af, að oft bar fyrir augu þeirra stjörnubjartur himinn næt-
urinnar, þar sem starf þeirra, sjómennskan, var samofin veðurathug-
unum og ráða varð fram úr, hvort sjóveður yrði komandi dag. Vera
kann að hugur þeirra hafi þá heillast af aðdáun og lotningu, svo sem
augljóst er hjá stærðfræðingnum, Birni Gunnlaugssyni, er hann virð-
ir fyrir sér alstirndan himin og kveðhr um í bók sinni Njólu:
Stjarna lít ég hæða hyl,
herinn alskínandi,
því vil hefjast himna til
hugurinn lofsyngjandi.
Þeir trúðu að sá máttur er skapað hefði allt, sem fyrir augu þeirra
bar, væri þess megnugur að halda verndarhendi yfir þeim og litlu
bátunum þeirra í blíðu og stríðu. Þeir ýttu aldrei bát sínum á sjó,
án þess að skipshöfn gerði krossmark fyrir sér og yfir skipsrúm sitt,