Húnavaka - 01.05.1973, Qupperneq 130
12«
HÚNAVAKA
og fyrsta skipun formannsins var, þá setja skildi bát á sjó: „Tökum
nú á í Drottins nafni.“ Báturinn rann þá á sjóvotum eikar eða hval-
beinshlunn á flot, þá róin nokkur áratog frá landi, bátnum snúið
réttsælis, allir skipverjar tóku ofan höfuðföt og höfðu yfir í kvrrþey
Faðirvorið eða sjóferðabæn.
Sjómannskona sagði svo frá í fyrri daga:
„Allir árabátar reru á sjó, hrepptu stórviðri með sjógangi. Þegar
ég var búin að koma stóra barnahópnum mínum í rúmið, sem
fæst skildu hvað mikil hætta var á ferðum, kraup ég niður, við
garnla koffortið mitt, með tárvota kinn, og bað Guð að gefa mér
mann minn og alla sjómenn þorpsins heila á land, og Guð bæn-
heyrði mig.“ Þannig sagðist sjómannskonunni frá.
Dæmi þetta er athyglisvert og lýsir vel hugsunarhætti þess tíma.
1 neyðinni flýr sjómannskonan á vængjum bænarinnar, til hans, sem
hún treystir að hafi mátt og vilja til að hjálp sér. Tárin falla af aug-
um hennar á gamla koffortið og orð skáldsins séra Björns Halldórs-
sonar „Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her“ grópast
inn í vitund hennar, verður bergmál lijarta hennar, sem nær að
hástól almættis.
Bænir ástvina, sem í landi voru, liafa verið sjómönnum á lífs-
hættulegum stundum verndandi hönd, — lýsandi viti.
Nú er árabátatíminn liðinn. Það fólk sem lifði þá hér, í þessu
kauptúni, og liáði lífsbaráttu sína, — er flest komið til hvíldar. Það
átti hvorki gull né silfur, bjó við erfiðleika og fátækt, en átti trúar-
leg verðmæti, þeim dýrmætari en jarðneskir fjármunir. Þrátt fyrir
breytingar, sem orðið hafa á flestum sviðum getur nútíma sjómanna-
stétt lært af árabátakynslóðinni sér til aukins manngildis og heilla.
Minning árabátakynslóðarinnar lifi“
Þið sjómenn; Takið upp merki árabátakynslóðarinnar.
Nú vakir líf um firði og flóa,
framtak eykst og sárin gróa,
harðfengir enn luöldar róa
frá Höfðakaupstað, brýn er þörf.
Mannkosti og mannvit eflið,
myrka dröfn svo djarft við teflið.
Með trú og kærleik hugsun heflið,
helgi Drottinn ykkar störf;