Húnavaka - 01.05.1973, Síða 136
134
H ÚN AVAKA
að gera takkamanni aðvart, sv« að hann gæti stöðvað í tíma. Orsak-
aði Jretta oft ærinn liávaða, eins og fyrr segir. í fljótu bragði virtist
e. t. v. að takkamaðurinn hafi haft náðugasta daga, en það skal tek-
ið með í reikninginn, að alla tíð var tenging rafþráða að tökkum
hans nokkuð vafasöm. Hann gat því við minnstu hreyfingu átt von
á rafstraum í gegn um sig, þó að ekki væri hann lífshættulegur, þar
sem jafnstraumur var á öllu rafkerfinu í þá daga. Verður álitamál,
hvort ekki var skárra að fást við flækjurnar.
Flæktur lopinn var svo smámunir einir miðað við allar þær flækj-
ur, sem komu á taugakerli fjölskyldunnar þá daga, sem rokkurinn
var í notkun. Þær voru samfelld martröð fyrir alla, sem nærri komu,
að ekki sé nú talað um þegar við bættist, að móðir mín settist við
prjónavélargarminn til að vinna flíkur úr Jressu misgóða bandi.
Þar slitnuðu bönd, brotnuðu nálar og mynduðust alls kyns flækjur
og lykkjuföll. Væru þessi tæki í gangi samtímis, rafmagnaðist and-
rúmsloftið á heimilinu svo, að nægt hefði til að knýja heila spuna-
verksmiðju, ef tekizt hefði að beizla þá orku.
Orðbragð Jtað, er heimilisfólk lét sér um munn fara, Jressa daga,
hef ég ekki eftir, Jrví að meira að segja móður minni, sem ég veit að
allir telja kristna ráðdeildar manneskju, hrukku mörg blótsyrði al'
vörum yfir tóvinnunni. Hvað þá um okkur hin.
Nú eru mörg ár síðan rokkur Jressi hefur verið þræddur. F.nda
allir orðnir sáttir við greyið og farnir að geta skemmt sér yl'ir fyrri
óförum.
Síðustu fréttir herma að honum sé nú ætlaður virðingarstaður á
safni, sem fulltrúi fyrir tækni síns tíma. Þá munu þeir sem ekki
þekktu hann í starfi álíta að hann hafi þjónað húsbændum sínum
með prýði. F.kki ætla ég að eyðileggja það álit, sem hann vinnur sig
í, á eftirlaununum, því að betra er seint en aldrei.