Húnavaka - 01.05.1973, Side 140
138
HÚNAVAKA
farið að líða á daginn, er ég kvaddi þau hjónin og hélt heimleiðis.
Kom ég við á Litla-Bergi, hjá Bjarnínu Árnadóttur, til þess að
taka tóman mjólkurbrúsann til baka. — Ég var nýseztur inn, þegar
Ófeigur Pétursson á Lækjarbakka kom með skilaboð frá Carli
Berndsen á Karlsskála, um að finna sig sem fyrst. Lofaði ég því. Mér
var boðinn matur á Litla-Bergi og var ég þar góða stund. Var komið
dagsetur, er ég fór að Karlsskála, til þess að finna Carl. — Spurði
hann mig, hvort ég væri fáanlegur til þess að fara fyrir sig í póst-
lerð inn á Blönduós.
Ágúst Jónsson fór alltaf með áætlunarbifreið milli Blönduóss og
Skagastrandar, en hafði ekki komizt vegna ófærðar í 2—3 skipti.
Það talaðist svo til milli okkar Carls, að ég færi fyrir hann þessa
póstferð daginn eftir, en Carl lofaði á rnóti, að koma símskeyti fyrir
mig, um að ég kærni ekki heim um kvöldið. Átti ég að korna til
Carls kl. 9 um morguninn eftir og ætlaði hann þá að hafa póstinn
til.
Fór ég nú aftur upp að Litla-Bergi og sagði frá þessu væntanlega
ferðalagi mínu. Var ég þar um nóttina, en þröngt var í litlu bað-
stofunni. Lá ég í flatsæng á gólfinu hjá frændum mínum, því að
margir krakkar voru á heimilinu.
Klukkan 8 um morguninn var Bjarnína búin að hita kaffið og
steikja lummur og voru þær góðar, sjóðandi heitar og vel feitar.
Hafði ég góða lyst á þeim með kaffinu.
Þegar ég kom til Carls á „kontórinn“, var pósturinn til. Bað
Carl mig að auki fyrir bréf til Hafsteins Sigurðssonar, sparisjóðs-
stjóra á Blönduósi og skyldi ég taka svar við því. — Ég borðaði á
Litla-Bergi, áður en ég lagði af stað. Var ég fremur létt hlaðinn
in neftir.
Næsti viðkomustaður var Syðri-F.y. Stanzaði ég þar lítið. — Alltaf
var sarna ófærðin og hvergi fóthvíld. — Ég þurfti að koma að Hösk-
uldsstöðum og taka póst þar.
Valdimar Kristjánssson í Norðurárdal var á leiðinni með póst,
sem átti að fara að Höskuldsstöðum. Hann var ókominn, því að
hann var með hest, sem alltaf lá á kviði í ófærðinni. Séra Péiur
Ingjaldsson, bauð mér að bíða, sem ég þáði ekki, en hélt að Neðri-
Lækjardal. Þar átti ég að taka póst. Bjó þar þá Guðmundur Jakobs-
son og Ingibjörg Karlsdóttir. Stanzaði ég hjá þeim um hálfa klukku-
stund og þáði kalfi. Síðan hélt ég beinustu leið til Blönduóss og