Húnavaka - 01.05.1973, Qupperneq 156
154
HÚNAVAKA
stórir eflingshestar, sterkir til dráttar, traustir í viðsjálum vatnsföll-
um, kjarkmiklir, sumir fjörugir, yfirleitt talsvert vakrir, en hætti til
þess að vera stirðvirkir. Kjötmikill háls þeirra og djúpur, hindrar
gjarna mýkt í taumum, auk þess sem fínleik í annarri byggingu,
léttleik og gleði skortir oft tilfinnanlega, flest gengu lágt á tölti.
Þessi hross hrifu þó marga með skörungsskap og snarpri vekurð, og
breiddust þau óðfluga út um landið. Þar við bættist að kynfesta
þeirra var mjög mikil, vegna langrar skyldleikaræktunar í einangrun
Hornafjarðar, og settu þau strax svip sinn á þær hrossaættir, sem
þau blönduðust. Þannig tapaðist góður sunnlenzkur stofn, út af
Nasa frá Skarði. Hornafjarðarhross eru ræktaðasti hrossasiofn lands-
ins, þó einkum í Borgarfirði, þar sem félag starfar kröftuglega að
stofnræktun þeirra, undir forustu Einars Gíslasonar á Hesti.
Þrátt fyrir aðdáun Gunnars Bjarnasonar, og ýmissa annarra á
Hornafjarðarstofni, l'éll hann þó ekki öllum vel í geð. í ausíanverð-
um Skagafirði var til samstætt hrossakyn, upphaflega kennt við
Svaðastaði og ræktað á félagsgrundvelli, undir leiðsögn Theodórs
Arnbjörnssonar. Þetta kyn var yfirleitt gangljúft, léttbyggt, fíngert,
viljugt og þægt. Þessi hross eru smærri og seinjDroskaðri en Horn-
firðingar. Þetta hrossakyn átti sér fórnfúsa og áhugasama formæl-
endur, sem ræktuðu það með góðum árangri. Ber þar hæsi hið
merka brautryðjendastarf Eggerts Jónssonar frá Nautabúi, sem safn-
aði rauðblesóttum hrossum, flestum af Svaðastaðakyni og flutti þau
suður að Kirkjubæ á Rangárvöllum. Þegar Eggert dó, tók við búinu
bróðir hans Stefán og ræktaði þar hross sín af þrautsegju, en við tak-
markaðan skilning þjóðfélagsins. Stefáni tókst að lokum, að móta
þar hrossastofn, sem hefur til að bera fjölmarga eftirsóknarverða
kosti, og hefur nú starf þeirra bræðra hlotið viðurkenningu alþjóð-
ar. Eins og áður sagði, eru Austanvatnahross uppstaðan í búinu, en
við Húnvetningar getum verið stoltir af því, að góður þáttur þessa
bús er kominn af húnvetnzkum ættum. Stóðhesturinn Ljúfur frá
Guðmundi Agnarssyni, var aðal kynbótahestur búsins um langt
skeið. Ljúfur var af Stafnsætt í framætt. Sigurður jónsson frá Brún
lagði Kirkjubæjarbúinu einnig hross. Nú er búið í eigu Sigurðar
Haraldssonar. Því miður hefur Jietia bú lengst af átt í f járhagsörðug-
leikum og hefur orðið að byggja afkomuna mjög á útflutningssölu,
þannig að íslendingum hafa tapazt margir góðir reiðhestar og út-
breiðsla þessa hrossakyns er minni en æskilegt væri. Hólmjárn stund-