Húnavaka - 01.05.1973, Síða 159
HÚNAVAKA
157
hreppsnefndirnar hins vegar, að ganga til samstarfs við Hrossarækt-
arsambandið, um að hindra lausagöngu stóðhesta — svo sem lög
ákveða skýlaust — frá og með árinu 1973. Austan Blöndu hefur
lengi verið skárra ástand í þessum málum, en vestan ár og auðvelt
að kippa því í lag. Almennur skilningur er nú orðinn á því, að það
er jafn fráleitt að láta graðhest sinn ganga lausan, eins og að láta
hrúta ganga lausa fyrripart vetrar. Þannig standa vonir til þess að
lausaganga graðhesta sé úr sögunni í þessu héraði, svo sem hún er
fyrir löngu annars staðar.
Eitt alvarlegasta vandamál íslenzkrar hrossaræktar, er gegndarlaus
ásókn fjársterkra útlendinga í beztu kynbótagripina. Þannig hafa
horfið úr landi margir af beztu graðhestunum, án þess að íslenzkir
hrossaræktarmenn hafi fengið rönd við reist. Fyrir tveim árum neytti
Hrossaræktarsamband A-Hún. forkaupsréttar á stóðhestinum Abel,
syni Vöku Sigurðar frá Brún, en Abel var þá á förum til Þýzkalands.
Síðasliðið vor var gerð afkvæmarannsókn á honum, og stóð hann
efstur stóðhesta með afkvæmum á fjórðungsmóti á Vindheimum.
Kom þar í ljós að það var vel ráðið, þegar hesturinn var keyptur og
er hann nú með eftirsóttustu kynbótahestum landsins. Er það okk-
ur Húnvetningum hið mesta happ og sómi, að eiga þennan ágæta
hest, og vonandi tekst okkur að nota hann vel og skynsamlega.
Freistandi væri að reyna stofnræktun með þessum hesti og tömdum
úrvals hryssum, honum náskyldum.
Húnvetnsk hrossarækt á ennfremur hauk í horni, þar sem er }ón
í Skollagróf, en næsta sumar mun hann leigja Hrossaræktarsam-
bandi A-Hún. graðhest sinn Neista.
Samfara bættum hrossum, leggja æ fleiri íslendingar stund á reið-
mennskuíþróttina. Ennþá er hestamennska ekki nærri nógu út-
breidd meðal Húnvetninga og borið saman við önnur héruð, eigum
við alltof fáa snjalla reiðmenn. Þessi íþrótt hefur þróast meðal ís-
lendinga á umliðnum öldum. íslenzki hesturinn býr yfir fjölbreytí-
ari gangtegundum en hestar annars staðar í veröldinni. Tölt og
skeið útheimtir sérstaka ásetu og sérstakt lag. Nú á síðustu árum
hefur þýzk reiðlist rutt sér mjög til rúms á íslandi og þykir fín.
Þýzka reiðlistin á sér aðra þróunarsögu, en íslenzk. Flestir þættir
þýzka reiðskólans eiga rætur að rekja til hermennsku riddaranna.
Riddarinn verður að brjóta hestinn algjörlega undir vilja sinn og
krefjast skilyrðislausrar hlýðni af honum. Hann má heldur ekki