Húnavaka - 01.05.1973, Qupperneq 165
Mannalát árih 1972
BÓLSTAÐARPRESTAKALL
Pálína Anna Jónsdóttir, húsfreyja Auðkúlu, andaðist 2. desember
að H.A.H. Hún var fædd 8. október árið 1894 að Brún í Svartárdal.
Foreldrar hennar voru hjónin Jón Hannesson og kona hans Sigur-
björg Hannesdóttir, er bjuggu að Brún. Hún ólst upp að Eiðstöð-
um hjá afa sínum og ömmu, Hannesi Guðmundssyni og Halldóru
Pálsdóttur, er ættuð var frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. Ung
að árum flytzt hún að Guðlaugsstöðum til Páls Hannessonar og konu
hans Guðrúnar Björnsdóttur, þar sem hún dvaldi um nokkurra ára
skeið, en Páll var föðurbróðir hennar. Einn vetur dvaldi hún í
Reykjavík hjá systur sinni. Þann 25. júní árið 1922 gekk hún að
eiga frænda sinn Guðmund Kristjánsson frá Syðri-Löngumýri. Voru
þau fjórmenningar að ætterni. Reistu þau bú að Hafgrímsstöðum í
Tungusveit í Skag. Bjuggu þau þar um þriggja ára skeið. Síðan flytja
þau að Syðri-Löngumýri og búa þar í eitt ár. En árið 1926 flytjast
þau hjón að Sléttárdal og búa þar til ársins 1937. Eftir það eitt ár
að Eiðsstöðum, en árið 1938 flytja þau að Höllustöðum. Árið eftir
lézt maður hennar Guðmundur, þann 8. apríl 1939. Á Höllustöð-
um bjó Pálína eftir lát manns síns með börnum sínum um 6 ára
skeið, en bjó síðar 3 ár á Syðri-Löngumýri. Síðan árið 1947 bjó hún
með syni sínum Hannesi að Auðkúlu. Á heimili hennar dvaldi jafn-
an Steinunn Helgadóttir, er stóð við hlið hennar óslitið um 50 ára
skeið.
Eignuðust þau hjón 4 börn, en þau eru: Guðrún Halldóra, er lézt
nýfædd, Hannes, bóndi á Auðkúlu ókv., Arnljótur, smiður, kvænt-
ur Hrefnu Magnúsdóttur, búsett í Reykjavík, og Elín Sigurbjörg,
verzlunarstúlka búsett í Reykjavík.
Pálína var góður fulltrúi þeirrar kynslóðar er með þolgæði og
Guðstrausti, yfirsté erfiðleika og fátækt, er þorri íslendinga átti við
að búa á fyrri áratugum þessarar aldar. Hún var dugleg, trygglynd,
félagslynd, og góður vinur vina sinna, og hændust börn mjög að
henni.