Húnavaka - 01.05.1973, Síða 169
HUNAVAKA
167
Lárus Jón Ólafsson, trésmíðameistari, Ólafshúsi, Blönduósi, and-
aðist 21. nóvember á H.A.H.
Hann var fæddur 8. desember 1888 á Björnólfsstöðum í Langa-
dal. Voru foreldrar hans Ólafur Ólafsson, Þórðarsonar frá Ljótshól-
um og kona hans Ingibjörg Lárusdóttir, Erlendssonar. Ólafur Ól-
afsson og Þórður Sveinsson, læknir á Kleppi voru systkinasynir. Móð-
ir konu Ólafs, Ingibjargar Lárusdóttur, var Sigríður Hjálmarsdóttir,
Jónssonar skálds frá Bólu. En bróðir Sigríðar var Hjálmar Lárusson,
myndskeri í Reykjavík. Má af þessu sjá,. að Lárus Ólafsson átti til
gáfufólks, til munns og handa, að telja.
Hann flutti eins árs, með foreldrum sínum að Holtastaðakoti, en
þar bjuggu afi hans og amma, Lárus og Sigríður um langt árabil.
Batt þá Lárus Ólafsson tryggð við Holtastaði og heimilið þar, þó
einkum Jónatan Líndal, er þá var um fermingu.
Er Lárus var fjögurra ára fór hann frá foreldrum sínum með
Lárusi og Sigríði fram í Vatnsdal og var með þeim til 7 ára aldurs,
en síðan á vmsum stöðum.
J
Lárus hóf ungur smíðanám hjá Friðfinni Jónssyni, trésmið á
Blönduósi, en fór eftir 2 ár til Reykjavíkur og lauk námi þar og
hlaut trésmíðameistararéttindi árið 1945. Hann stundaði alla æfi
smíðar á Blönduósi og út um héraðið. Var hann oft yfirsmiður, t. d.
við Magnúsarhús á Blönduósi, nú Pósthúsið, við viðbyggingu
Kvennaskólans og smiður við Steinneshúsið og hin miklu mann-
virki K.H.
Lárus var dýra og fuglavinur, eins og sæmir þeim sem aldir eru
upp í sveitum þessa lands. Hann var lengst af heilsuhraustur, enda
reglusamur í sínum lífsháttum. Kaus hann sér leg á Holtastöðum í
Langadal, þar sem vagga hans stóð og hann sleit barnsskónum. Þá
er hann var í Holtastaðakoti og dvaldi við rætur fjallsins í djúpum
dal, sá vel til Guðshússins og heyrðist til kirkjuklukknanna. Öll sú
nýjung víkkar veröld vora og er oss minnisstæð ungum og öldnum,
er kvelda tekur um hagi vora. Svo fór Lárusi Ólafssyni.
Lárus Ólafsson kvæntist eigi né átti afkomendur, en bjó ávallt
með ættfólki sínu á Blönduósi í Ólafshúsi, sem hann endurbyggði.
Sr. Pétur Þ. Itigjaldsson