Húnavaka - 01.05.1973, Page 171
HÚNAVAKA
169
Þá heiðraði sjómannadagsráð hann á Skagaströnd með merki
sjómannadagsins.
Frá 1968 dvöldu þau hjón í húsi Páls sonar síns og bjuggu með
Hrefnu dóttur þeirra. Það var hlýlegt að koma til gömlu hjónanna í
Garði og að finna hið góða hugarþel þeirra í milli og umhyggjusemi.
Jóhannesi Pálssyni var það líka Guðsgjöf, að hann var lengst af ern
og eigi var langt á rnilli vegferðar þeiiTa hjóna héðan úr heimi.
Síðasta árið, sem Jóhannes lifði, mátti sjá öldunginn staulast með
staf í kringum hús sitt í sumarblíðunni, eins og til þess að lofa
gæzku skaparans og líta fagran himins hring.
Valdimar Númi Guðmundsson, bifreiðarstjóri, Hólabraut 1,
Hcifðakaupstað, andaðist 14. marz á H.A.H.
Hann var fæddur 17. júní 1926, í Reykjavík. Foreldrar: Guð-
mundur Valdimar Tómasson, bifreiðarstjóri og kona hans Jóhanna
Sigurðardóttir úr Vestur-Landeyjum. Bjuggu þau í Reykjavík og
áttu 12 börn.
Númi Guðmundsson hóf ungur bifreiðaakstur og var meðal
margra er leituðu sér vinnu á hinum svonefndu nýsköpunarárum í
Höfðakaupstað og var þá vörubílstjóri. Síðan stundaði hann leigu-
bílaakstur í Reykjavík. Hann kvæntist Unni Ingvarsdóttur frá Brú-
arlandi á Skagaströnd 1947. F.n árið 1950 fluttust þau norður í átt-
haga hennar og varð hann sérleyfishafi á milli Skagastrandar og
Reykjavíkur og hafði þessar ferðir á hendi til ársins 1971. Þetta
starf Núma gekk honum vel, hann varð orðlagður ferðamaður, glað-
ur í viðmóti, bóngóður og vildi hafa allt í röð og reglu. Er þetta starf
eigi erfiðislaust og verður margur langþreyttur á því. Fór Núma
sem fleirum og er framkvæmdastjórastarfið við h/f Hólanes losnaði,
sótti hann um það og var veitt það.
Þau hjón Númi og kona hans, Unnur, höfðu reist sér gott hús í
Höfðakaupstað og eignuðust þessi börn: Jóhönnu, stúdent og kenn-
ara, gifta Erni Sumarliðasyni, kennara, Margréti, við ljósmóðurnám.
Jón Ingvar, stud art. Guðmund Valdimar og Ólaf Þór, á æskuskeiði.
Arið 1969 slitu þau hjón samvistum.
Þann 22. júní andaðist Henrý Kristjánsson, verkamaður, Herðu-
breið, Höfðakaupstað á H.A.H.
Hann var fæddur 23. febrúar 1903 á Bakka í Skagahreppi. Voru