Húnavaka - 01.05.1973, Side 188
186
HÚNAVAKA
arfélags Auðkúluheiðar upp þá
nýbreytni að sjá gangnamönnum
á heiðinni fyrir fæði í göngum.
Þegar í upphafi hlaut þetta mikl-
ar vinsældir. Um mötuneytið þá
sáu Finnstunguhjón, Guðrún
Sigurðardóttir og Guðmundur
Tryggvason, og hafa þau reynd-
ar gert það flest haust síðan.
Stundum hefur önnur dætra
þeirra verið þeim til aðstoðar.
Hefur öll framkvæmd þeirra og
fyrirgreiðsla verið með ágætum,
þótt ekki sé meira sagt.
í fyrri göngum er gist tvær
fyrri næturnar í húsi Ferðafélags
íslands á Hveravöllum, en tvær
þær síðari í Kolkuhólsskála,
góðu húsi, er byggt var af við-
komandi hreppum árið 1962.
Þangað eru menn bílfluttir fyrir
síðustu nóttina frá austara Frið-
muudarvatni.
Aðstaða til eldunar er nokkuð
þröng á Hveravöllum, en góð á
Kolkuhóli.
Þau hjónin, Guðrún og Guð-
mundur hafa haft þann hátt á,
að undirbúa mötuneytið fyrir
göngurnar, svo sem kostur hefur
verið, margt þarf að kaupa, mik-
ið að baka o. s. frv.
Ég ætla nú að reyna að lýsa
einum degi í fæði hjá þeim.
Þegar fyrstu gangnamenn vakna
þá er heitur grautur tilbiiinn og
brátt er hann borinn á borð,
einnisr kaffi o°' brauð svo sem
o o
hver vill. Síðan, þegar menn
halda á göngur, geta þeir sem
vilja tekið með sér nestispakka,
svo og mjólk eða ávaxtasafa á
pela. Þegar komið er í náttstað
að kvöldi er heitur matur tilbú-
inn. Og ekki er sá matur af verri
endanum né skorinn við nögl.
Flestum finnst að þeir séu komn-
ir í veizlu og jafnskjótt og fat eða
skál tæmist er fyllt á aftur. Síðar
um kvöldið er kaffi og brauð
fyrir þá sem vilja. Ekki má
gleyma hundunum. Séð er til
þess, að þeir fái fylli sína og eng-
inn verði útundan.
Kostnað við mötuneytið greið-
ir upprekstrarfélagið.
Jóh. Gnðm.
GÓUFERÐ TIL HVERAVALLA.
Þann 4. marz fóru nokkrir Ból-
hlíðingar á tveimur bílum fram
Eyvindarstaðaheiði frá Fossum.
Hugðust þeir kanna, hvort fært
væri til Hveravalla. Óku þeir
slóð, sem rudd var fyrir nokkr-
um árum til hagræðis fyrir
gangnamenu, fram að Ströngu-
kvísl. Þar fóru þeir yfir ána á ís,
en óku síðan ása og mýrarsund.
Greiðfært var, enda frost í jörð.
Yfir Blöndu fóru þeir á ís, yfir
í svonefndar Biskupstungur, en
þaðan beina leið til Hveravalla.
Þangað komu þeir eftir rúmlega
fjögurra stunda ferð. Leið þessi
er um 70 km. Eftir að hafa dvalið